Morgunn - 01.06.1994, Page 46
MORGUNN
eðlis. Talað var um guðlegar opinberanir, vilja og ráð Guðs
almáttugs og fleira í þeim dúr. Það sést á fundargerðum félagsins
að það kom aðallega í hlut Haralds að leiða trúarlega starfsemi
Tilraunafélagsins þó svo að formaður félagsins Einar Hjörleifsson
hafi einnig komið þar við sögu.
Haraldur fór iðulega með bænir og hugleiðingar og hann
predikaði við guðsþjónustur í félaginu, annað hvort í húsnæði
félagsins eða á heimilum félagsmanna. Miðilsfundir og guðs-
þjónustur félagsins voru lokaðar samkomur.
Predikanir Haralds við þessi tækifæri voru því eingöngu
ætlaðar meðlimum félagsins og þar er hann að tala yfir fólki sem
deildi með honum áhuga á sálarrannsóknum. Framlag hans við
þessi tækifæri var að tengja spíritismann kristinni trú og sýna fram
á að fyrirbæri og kenningar spíritismans ættu sér hliðstæður í
Biblíunni. Þegar haft er í huga að andstæðingar spíritismans
vitnuðu einnig í Biblíuna máli sínu til stuðnings þá er það mjög
athyglisvert að sjá hvemig Haraldur beitir ræðumennsku sinni og
biblíuþekkingu í þessu augnamiði.
Guðfræðingar brugðust ekki allir eins við þeirri kristindóms-
gagnrýni og guðsafneitun sem sögulegar rannsóknir og kenning
Darwins um uppruna tegundanna hafði í för með sér. Jón Helgason
og Haraldur tileinkuðu sér frjálslyndu guðfræðina þótt þeir væm á
andstæðri skoðun hvað varðaði gildi spíritismans fyrir kristna trú.
Jón hafnaði því alfarið að þetta tvennt gæti farið saman, en
vinfengi og félagskapur þeirra í millum hélst samt í mörg ár þótt
upp úr syði á endanum.
Til vom þeir guðfræðingar sem í baráttunni gegn trúleysinu drógu
fram kenninguna um bókstaflegan innblástur ritningarinnar, þ.e.a.s.
að hvert orð væri beinínis innblásið af anda Guðs, og nánast
skrifað af Guði sjálfum, og þar væri því ekki að finna neinar
þversagnir eða missagnir. Þannig vildu þessir bókstafstrúarmenn
eins og þeir vom kallaðir í eitt skipti fyrir öll kveða niður draug
efahyggjunnar. Bókstaf Biblíunnar settu þeir á móli allri mannlegri
44