Morgunn - 01.06.1994, Side 48
MORGUNN
um efa sem beinist að ákveðnum atriðum í kenningunni svo sem
útskúfunarkenningunni. „Það er einlægur efi“, segir hann, „sem
sprettur af því að maðurinn fær ekki samrýmt sumar kenningar,
sem haldið hefur verið fram í kirkjunni við skilning sinn á gæsku
guðs“. Þetta er heilsusamlegur og nauðsynlegur efi að mati
Haralds. En svo er það efinn sem eyðileggur gmndvöll að jákvæðri
lífskoðun og steypir í glötun. í ræðu sem hann flutti við
guðsþjónustu á Laugamesspítala árið 1910 skilgreinir hann þetta
nánar:
, Alvarlegasti efinn snertir ekki einstakar kenningar, heldur lífið
sjálft. Það er efi um tilgang lífsins, efi um hvert tilveran stefni,
hvort guð stjómi heimi þessum, og hvort guð sé góður. Svo langt
getur efi trúrækins manns farið, að það verður honum sárasta
hugarkvölin, að hann er ekki einu sinni viss um að guð sé til, né
hitt að höfundur lífsins og allrar tilvemnnar sé góður. Fátt er
alvarlegra en sálarstríð slíkra manna. Ég hefi ekki lesið neitt, sem
grípur hugann annarri eins meðkend og alvöru eins og lýsingar
manna, sem í slíkt hafa ratað, á sálarstríði þeiira. Hversu átakanlegt
mundi vera að lesa lýsingu Jóhannesar skírara á sálarstríði hans, ef
hann hefði ritað hana. En honum varð slíks vamað þama í
fangelsinu. - Gætið vel að því: alvarlegasti efinn kemur aðeins fyrir
hjá trúhneigðustu og trúræknustu mönnunum. Sá efi er nokkurs
konar sjúkdómur trúarinnar - Það er sem sýki hafi gagntekið
trúarlíf þess manns.“ 14
Að mati Haralds hefur það að efast um æðri tilvem gífurlegar
afleiðingar íyrir lífskoðanir og siðferði manna. Skoðun hans er sú
að það séu í raun ekki nema tvær lífsstefnur. Önnur miðar við æðri
heim og hin ekki. Líf án vonar um andlegan vemleika, hið eilífa líf
sem kristindómurinn boðar, er samkvæmt honum á valdi
gróðahyggju og eigingimi og holdlegra fýsna. Allt er þetta
afleiðing af því að fólk hefur misst sjónar af tilvist og vemleika
hins andlega lífs. Önnur tilvera og æðri er það sem gefur jarðlífinu
46