Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Blaðsíða 51

Morgunn - 01.06.1994, Blaðsíða 51
MORGUNN einni ræðu hinn klassíska upprisuboðskap kristninnar við inntak spíritismans sem er persónulegt líf mannsins eftir dauðann. I ræðunni er páskaboðskapur kristninnar um upprisu Jesú frá dauðum að sjálfsögðu í brennidepli -kenningin sem þeir félagamir Haraldur og Guðmundur Hannesson voru forðum daga sammála um að kristindómurinn stæði og félli með. Meginþungi ræðunnar hvílir á því að með upprisu Jesú hafi kristindómurinn orðið það sem hann varð fyrir sálarheill mannkyns og sönnun þess að réttlætið og sannleikurinn sigrar að lokum þó svo að um stund virðist sem allt sé tapað og fokið í öll skjól. Megináherslan er á réttlætið og sigur kærleikans, sigur hins góða yfír hinu illa. „Ef saga Jesú endaði í gröfinni, þá væri hún firásaga um ósigur réttlætisins og sannleikans, og ekkert fagnaðarefni. Hún segði oss að vísu firá dásamalega fögm lífi manns, sem lifað hefði fyrir 19 öldum, hinu eina heilaga lffi, sem lifað hefir verið á þessari jörð. En þá hefði það líf endað með ósigri, og Jesús ekki verið annað en maður. En guði sé lof, æfisaga Jesú endar ekki í gröfínni. „Hann er upprisinn og er ekki lengur hér“. Það er guðleg staðfesting á hverju hans orði, allri kenningu hans, órækur vottur þess, að hann sé af guði sendur. Og um leið yfíriýsing frá guði um sigur réttlætisins yfír ranglætinu. Vald hins illa er mikið í þessum heimi og það kemur tilfinnanlega við oss öll. Vér eigum hver og einn í stöðugri baráttu við hið illa. „Hræðist eigi - hann er upprisinri1; þessi orð þýða það, að Jesús hefir unnið sigur í baráttu sinni við hið illa. Hann gekk á hólm við hið illa og hann bar hærri hlut. Hið illa er brotið á bak aftur. Birtir ekki dásamlega yfir lffi voru við þá tilhugsun, við þá fullvissu? Það er fátt sem gengur nær hjarta voru en það, að sjá ranglætið sigra í heiminum; það er fátt, sem hjarta vort þráirjafn heitt eins og réttlætið. Upprisa Jesú er oss full trygging fyrir því, að sá sem situr við heimsstýrið er heilagur og réttlátur, og hann lætur réttlætið ná sigri að lokum. Óvinir Jesú þóttust sigra föstudaginn langa, og 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.