Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Síða 51

Morgunn - 01.06.1994, Síða 51
MORGUNN einni ræðu hinn klassíska upprisuboðskap kristninnar við inntak spíritismans sem er persónulegt líf mannsins eftir dauðann. I ræðunni er páskaboðskapur kristninnar um upprisu Jesú frá dauðum að sjálfsögðu í brennidepli -kenningin sem þeir félagamir Haraldur og Guðmundur Hannesson voru forðum daga sammála um að kristindómurinn stæði og félli með. Meginþungi ræðunnar hvílir á því að með upprisu Jesú hafi kristindómurinn orðið það sem hann varð fyrir sálarheill mannkyns og sönnun þess að réttlætið og sannleikurinn sigrar að lokum þó svo að um stund virðist sem allt sé tapað og fokið í öll skjól. Megináherslan er á réttlætið og sigur kærleikans, sigur hins góða yfír hinu illa. „Ef saga Jesú endaði í gröfinni, þá væri hún firásaga um ósigur réttlætisins og sannleikans, og ekkert fagnaðarefni. Hún segði oss að vísu firá dásamalega fögm lífi manns, sem lifað hefði fyrir 19 öldum, hinu eina heilaga lffi, sem lifað hefir verið á þessari jörð. En þá hefði það líf endað með ósigri, og Jesús ekki verið annað en maður. En guði sé lof, æfisaga Jesú endar ekki í gröfínni. „Hann er upprisinn og er ekki lengur hér“. Það er guðleg staðfesting á hverju hans orði, allri kenningu hans, órækur vottur þess, að hann sé af guði sendur. Og um leið yfíriýsing frá guði um sigur réttlætisins yfír ranglætinu. Vald hins illa er mikið í þessum heimi og það kemur tilfinnanlega við oss öll. Vér eigum hver og einn í stöðugri baráttu við hið illa. „Hræðist eigi - hann er upprisinri1; þessi orð þýða það, að Jesús hefir unnið sigur í baráttu sinni við hið illa. Hann gekk á hólm við hið illa og hann bar hærri hlut. Hið illa er brotið á bak aftur. Birtir ekki dásamlega yfir lffi voru við þá tilhugsun, við þá fullvissu? Það er fátt sem gengur nær hjarta voru en það, að sjá ranglætið sigra í heiminum; það er fátt, sem hjarta vort þráirjafn heitt eins og réttlætið. Upprisa Jesú er oss full trygging fyrir því, að sá sem situr við heimsstýrið er heilagur og réttlátur, og hann lætur réttlætið ná sigri að lokum. Óvinir Jesú þóttust sigra föstudaginn langa, og 49

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.