Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Blaðsíða 52

Morgunn - 01.06.1994, Blaðsíða 52
MORGUNN heiminum hlaut að finnast að þeir hefðu sigrað. En þegar páskasólin rann upp, þegar hinn krossfesti reis úr gröfinni, þá kom það í ljós, að sigur þeirra var falssigur - sigur á yfirborðinu og um stundar sakir, en samt versti ósigur. Það að upprisuboðskapur Jesú er boðaður enn í dag víðs vegar um heiminn, þar í hafíð þér allir, tilheyrendur mínir, áþreifanlegt merki þess, að óvinir Jesú urðu undir föstudaginn langa. Tilvera kirkjunnar fram á þennan dag er órækt vitni þess. Kirkjan er til orðin fyrir upprisukraft Jesú. Án Jesú upprisu væri engin kirkja til.“ í framhaldi af þessu kemur hann inn á óttann við sjálfan dauðann og mikilvægi vissunnar um gildi upprisunnar fyrir hvem og einn. Hér byrjar að öllum líkindum viðbótin sem Haraldur gerði 1911. Hér er nýr tónn í hefðbundinni páskaræðu. Hér er allt í einu, en þó ekki úr samhengi við fyrri áherslu farið að ræða ógn dauðans fyrir manninn og um líf einstaklingsins eftir dauðann. Viðfangsefnið er rætt án beinna tengsla við hið himneska samfélag um líkama Krists og frelsunarhlutverks hans. Viðfangsefnið er þó enn tekið hefðbundnum tökum kristinnar kenningar. Allar sannanir og endanlegt inntak lífsins eftir dauðann er í valdi Guðs og manneskjan getur ekki með hyggjuviti sínu sagt neitt ákveðið um dauðann: „Krossdauði Krists er ekki ósigur hins góða, heldur sjálfsfómun kærleikans til viðreisnar föllnu mannkyni. Og að þessi leiðin hafi verið rétti vegurinn - þessi fóm hin fullkomna, um það hefir guð gefið oss fulla vissu með því að reisa Jesúm upp frá dauðum. Hræðst þú eigi, þrátt fyrir synd þína, aumur maður, þú getur fengið hlutdeild í upprisumættinum og fyrir kraft guðs anda losnað meir og meir við syndina. Ef þrá er vöknuð í hjarta þínu eftir hinu góða, þrá eftir að gjöra guðs vilja - birtir þá ekki yfir lífi þínu, yfir gjörvallri tilverunni við þá tilhugsun við þá fullvissu, að Jesús sé upprisinn?“ 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.