Morgunn - 01.06.1994, Page 63
MORGUNN
sér meira af lyktarefnum, þeir eru ákveðnari, hafa forgang um
sköpun tengsla og sambanda, nýrra verkefna o.s.frv. Þeir eru
líka oft illskeyttari og frekari á þessu skeiði, virkari kynferðis-
lega, framleiða meira testósteron, taka fleiri áhættur, sleppa sér
út í rómantík og bregða á hetjulega hegðun.
Þessi áreitnitími skapar mönnum orð sem „slæmum
strákum“ og einnig er þessi tími valdur að því að menn fá á sig
orð sem miklir afkastamenn. Vegna neikvæðra tilfinninga
sem tengjast þessum tímabilum, frá því að sálin var á ung-
barnsskeiðinu, reyna vestrænir karlmenn oft að byrgja ein-
kenni þeirra inni og það veldur ákafri streitu. Sé reynt að sitja
á einkennum þessara skeiða hefur það einnig í för með sér að
karlmenn öðlast ekki þá formgefandi og jafnvægisskapandi
reynslu sem þau bjóða upp á í samböndum karla og kvenna.
Niðurstaðan verður því oft sú að menn eru ráðvilltir hvað
varðar viðeigandi viðbrögð á kynferðislegum sviðum.Meðan á
vitræna tímanum stendur kanna menn og tengja þá reynslu
sem þeir öðluðust á áreitniskeiðinu. Þeir stefna nú að jafnvægi,
skipuleggja næstu aðgerðir sínar, skipuleggja líf sitt og stunda
fremur tjáskipti en beina virkni.
Menn eru skilyrtir til að þykja mest til vitrænu tímabilanna
koma og því reyna margir þeirra að lengja þau eða búa hinum
tímabilunum eitthvert vitrænt gervi.
A sjálfsskyggniskeiðunum íhuga karlar meira en annars
sína innri líðan og stöðu. Þeir beina sjónum sínum að
tilfinningum, ganga í gegnum geðsveiflur, verða niðurdregnir
eða viðkvæmir, búa sig undir áreitnitímann sem senn fer í
hönd. Þeir koma færri hlutum í verk í hinum ytri heimi og sofa
meira.
Karlmenn eru skilyrtir til að hafa minnst dálæti á þessum
tímabilum og þeir reyna oft að láta sem þau séu ekki til staðar og
valda þannig sjálfum sér vanlíðan og skaða.