Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 11

Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 11
19. árg. 3. tölubl. 1933. AÐALFUNBUB .Sambajids ísl. bank amanna Aðalfundur fulltrúaráðs Sambands ísl. bankamanna, var haldinn í Reykjavík, dag- ana 28. og 29. nóv. s.I. í Hátíðasal starfs- ntannafélags Útvegsbankans. í upphafi fundar minntist formaður Sam- bandsins, Adolf Björnsson, látinna félaga og bað fundarmenn að heiðra minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Því næst lýsti for- maður aðalfundinn settan og tilnefndi sem fundarstjóra: Sigurbjörn Sigtryggsson, Landsbankanum og tók hann við fundar- stjórn og tilnefndi hann fundarritara: Guð- jón Halldórsson, Útvegsbankanum. Þingfulltrúar. Á fundinum áttu 27 fulltrúar sæti til- nefndir af starfsmannafélögum bankanna — Búnaðarbankans, Landsbankans og Út- vegsbankans og skipa þeir fulltrúaráð Sant- bands ísl. bankamanna næstu tvö ár. Full- trúarnir skiptast þannig á starfsmannafélög- in: Félag starfsmanna Landsbanka íslands 13 fulltrúa. Starfsmannafélag Útvegsbankans 10 full- trúa. Starfsmannafélag Búnaðarbankans 4 full- trúa. Fulltrúarnir voru kjörnir af starfsmanna- félögunum á lögmætan hátt og velflestir mættir á fundinum, en varafulltrúar mættu fyrir Jjá sem tilkynnt höfðu forföll. Skýrslur. Formaður sambandsins, Adólf Björns- son flutti skýrslu um starfsemi S. í. B. frá BANKABLAÐIÐ 1

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.