Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 15

Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 15
Fráfarandi sambandsstjórn: Hannes Pálsson, Sverrir Tlioroddsen, Adólf Björnsson, formaOur, Bjarni G. Magnússon og Einvarður Hallvarðsson. Var skipan þeirra staðfest á fulltrúafund- inum og sambandsstjórn falið á hverjum tíma að tilnefna fulltrúa í stjórn þess. Launamál. Bjarni G. Magnússon, flutti skýrslu urn starf launanefndar þeirrar er sambands- stjórn skipaði til að afla upplýsinga um launakjör bankastarfsmanna. Þær vonir sem bundnar voru \ ið störf þessarar nefnd- ar rættust ekki. Nefndin varð óstarfhæf, þar eð einn aðilinn skoraðist undan að starfa í nefndinni og taldi sér það óheimilt að gefa nokkrar upplýsingar um þessi mál, jafnvel þó um trúnaðarmál bankamanna væri að ræða og farið væri með allar upp- lýsingar um þau, sem slík. Allmiklar um- ræður urðu um málið og voru allir ræðu- menn sammála um, að harma bæri að svo hefði tiltekist og væntu ræðumenn þess að betur mætti til takast, ef farið væri aftur á stað með þetta mál og samþ. áskorun til viðkomandi starfsmannafélag að hlutast til um, að umbeðnar upplýsingar um launa- kjör verði gefnar við fyrsta tækifæri. Hóf Útvegsbankans. Formaður, Adólf Björnsson, hafði til- kynnt fyrr á fundinum, að Landsbanki ís- lands og Útvegsbanki íslands h.f. hefðu sýnt fulltrúum á fundinum og sambandinu þann sónta að bjóða full- trúunum til kvöldverðar og hádegismat- ar, og bar liann fram sérstakar þakkir fyrir þennan vinsemdar vott bankanna. Um kvöldið að loknum fundi var sezt að kvöld- verði í boði Útvegsbankans á Café Höll. Adólf Björnsson, bauð fulltrúana velkomna í nafni Útvegsbankans og flutti fulltrúun- um kveðjur frá Helga Guðmundssyni, bankastjóra, sem ætlaði að sitja hófið, en gat ekki komið því við vegna anna. Var setið þarna í góðum fagnaði fram eftir kvöldi og þakkaði Einvarður Hallvarðsson í nafni fulltrúanna Útvegsbankanum höfð- inglega veizlu. Hóf Landsbankans. Á hádegi sunnudags söfnuðust fulltrúarn- ir síðan sarnan í Tjarnarcafé uppi, til há- degisveizlu í boði Landsbanka íslands. BANKABLAÐIÐ 5

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.