Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 23

Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 23
starfrækja leshringa- og fræðslustarfsemi, en framkvæmdir hafa strandað á fjárhags- örðugleikum. í sambandi við CIA hafa sam- bandsmeðlimir tekið þátt í leshringum og munu þeir í framtíðinni nota sér Jtessa fræðslustarfsemi í enn fyllra mæli en verið hefur. Að skýrslunni lokinni, tók F. Burjam við fundarstjórn og gaf Einvarði Hallvarðssyni orðið, og flutti hann skýrslu frá Sambandi íslenzkra bankamanna. Hvað þá skýrslu snertir, Jtykir mér ekki ástæða til að rekja efni hennar, J:>ar sem starfsemi sambandsins er flestum lesend- um Bankablaðsins kunn. Því næst gaf fundarstjóri Eystein Jarn- feldt orðið og flutti hann skýrslu frá Norske Bankfunksjonœrers Forbund. Félagar sambandsins eru nú ca. 4325. Af tillaginu, sem nemur 60 krónum, hjá þeim 300 félögum, sem liafa lægri laun en kr. 7000,00 og 96 kró'nur árlega hjá þeim, sem hærri laun hafa, hefur viss hluti eftir ráðstöfun landsfundarins, verið lagður í stofnsjóð. í sambandinu eru 36 félög ým- issa staða, en umboðsmenn sambandsstjórn- ar fylgjast að jafnaði með starfi Jteirra. Um ástandið í launamálum má geta þess, að sambandið sagði upp samningum mið- að við 31. október, til Jæss að gera tilraun- ir til að koma fram lagfæringum. Það hef- ur urn skeið verið mjög erfitt að konta fram nokkru í þeim efnum, Jrar sent stjórnin hef- ur að stríðinu loknu leitast við að halda verð- og launajafnvægi nokkurnvegin stöð- ugu. Samtímis er leitast við að jafna laun manna með hámarks dýrtíðaruppbótum. Afleiðingar af hækkun launa hafa þess vegna orðið þær, að stöðugar skerðingar á dýrtíðaruppbótum vegna verðhækkunar hafa fylgt í kjölfar Jteirra. Þessi tilhögun var Jtoluð vissan tíma, en er á leið skóp hún óánægju, og þess vegna var jjað ánægju- legt, að ríkið hætti við jöfnunargreiðsluna, eftir síðustu launaendurskoðun, og fram fylgdi breytilegum launagreiðslum á sínum vegum. I bréfi til bankana og sparisjóðana, var gengið inná launagreiðslur samkvæmt gildandi reglugerðum. Samningar um til- lögur sambandsins urðu án árangurs og í framhaldi Jtess hefur J}að komið til at- hugunar, að vísa málinu til málamiðlunar og launadóms. Þótti Jtó rétt, að leita sam- komulags um Jtað við bankana. Meðan samningatilraunir stóðu ylir, settu Jteir frant sitt tilboð, sem álitið var rétt, með hliðsjón af ríkjandi ástandi, að leggja fyrir meðlimi sambandsins til ákvörðunar. Niðurstaðan af Jdví varð sú, að samjtykkt var með 2/s hlutum atkvæða að gera samninga á grund- velli þeim, sem verið hefur, en jafnframt opnuðust Jtó leiðir til ákveðinna leiðrétt- inga og er nú unnið að þeim eftir megni. Hvað eftirlaunin snertir, má geta jæss, að bankarnir, að nokkrum undanteknum greiða nær allt eftirlaunatillagið. Á hin- um fyrstu og erfiðu árum eftirlaunaþega, greiða bankarnir mismuninn á skattaupp- hæðinni milli hárra tekna og eftirlauna. Við dauðdaga fyrir eftirlaunaaldur, greiða hin- ir sömu bankar allar eftirstöðvar skattaupp- hæðar, Jtar til ekkjunni er gert að greiða skatt af eftirlaunum sínum. Dýrtíðarupp- bætur til eftirlaunajtega greiðast eftir sömu reglum, sem gilda fyrir starfandi menn, og greiðast af rekstri bankana. Auk leshringastarfseminnar í ákveðnu fræðsluefni, hefur sambandið haldið miss- erisnámskeið á þessu ári, og boðið til Jtess þátttakendum frá bræðrasamböndunum á Norðurlöndum. Mun námskeiðum Jtessum haldið áfram í framtíðinni. Sambandið er aðili að Funksjonærens BANKABLAÐIÐ 13

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.