Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 13

Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 13
víkur og nágrennis féllust einnig á sams- konar breytingu á leyfistímanum. III. Samvinna við önnur launþegasamtök. A síðasta aðalfundi fulltrúaráðsins haustið 1951 var samþykkt að leita álits starfsmannmannafélaganna um afstöðuna til B. S. R. B. og sendi sambandsstjórnin félögunum ályktun aðalfundarins með bréfi, dags. 4. okt. 1951. Þetta mál hefir síð- an verið í atlmgun hjá félögunum. En nú fyrir skömmu barst sambandsstjórn bréf Félags starfsmanna Landsbanka íslands þar sem tilkynnt var að það félag hefði á aðal- fundi Jiess 23. f. m. gert einróma ályktun um að Jtað teldi ekki ástæðu til þess að svo stöddu að félagið eða S. í. B. gerðist aðili að B. S. R. B. Svar hefir ekki borist frá hin- um félögunum, en talið er að þau muni ekki heldur hafa áhuga fyrir Jtessu máli, eins og sakir standa. Þrátt fyrir jDetta munu bankamenn yfir- leitt telja eðlilegt að sambandið eigi ýmis- konar samvinnu við bandalagið, eins og átt hefir sér stað að tindanförnu, enda hefir fullkomin samstarfsvilji komið fram af beggja hálfu. í nóvember 1951 barst sambandsstjórn bréf frá B. S. R. B. Jtar sem óskað var eftir Jm að sambandið tæki þátt í starfi nefndar, sem skipuð yrði af hálfu B. S. R. B., Al- Jtýðusambandi íslands, Farmanna- og fiski- mannasambandinu og Verzlunarmannafél- agi Reykjavíkur til þess að vinna að endur- skoðun á framfærsluvísitölunni. Sambandið varð við jæssunt tilmælum og tóku fulltrúar Jæss þátt í nokkrum fundum um Jtetta mál. Var erindi um jætta sent ríkisstjórninni, en ekki er kunnugt um neinn árangur af Jteirri málaleitan, verður að telja mjög hæpið að nokkurs árangurs sé von unt sinn. IV. Norrœn samvinna. Eins og áður hefir sambandið á undan- förnum tveim árum tekið þátt í samstarfi norrænna bankamanna. Sumarið 1952 var fulltrúafundur norrænna bankamanna haldinn í Bergen og sóttu hann af okkar hálfu Jæir Bjarni Magnússon, Guðmundur Einarsson og Hannes Pálsson. Síðastliðið sumar var fundurinn haldinn í Kaup- mannahöfn og sóttu þann fund héðan Jieir Einvarður Hallvarðsson, Garðar Þórhalls- son og Guðjón Halldórsson. Fundurinn í Kaupmannahöfn í surnar var siðasti full- trúafundur norrcenna banhamanna Jdví að á honuni var stofnað Samband norrcenna bankamanna, en aukafundur fulltrúaráðs- ins, sem lialdinn var í sumar, féllst á að sam- bandið gengi í Jtað á grundvelli lagafrum- varps Jtess, sem fyrir lá. Verður á fundin- um gerð sérstök grein fyrir stofnun Jæssa nýja sambands, en gera má ráð fyrir því að ráðsfundur Jjess verði haldinn hér á landi næsta sumar. Frásögn af fundinum í Bergen 1952 hefir verið birt í Bankablaðinu en í næsta tölu- blaði Bankablaðsins, sem væntanlega kem- ur út fyrir jól, mun birtast ítarleg frásögn af fundinum í Kaupmannahöfn í suntar. V. Pöntunarstarfsemi. A sambandsstjórnarfundi í janúar 1952 var eftir tillögu formanns skipuð 3ja rnanna nefnd til þess að undirbúa stofnun pöntun- arfélags fyrir bankamenn. Nefndin leitaði eftir undirtektum starísmanna bankanna og voru Jtær góðar og virtist þátttaka mundi verða almenn í öllum bönkunum. Fram- kvæmdir strönduðu Jtó á því að húsnæði reyndist ekki fáanlegt til starfsseminnar nema með of miklum kostnaði. VI. Frœðslu- og skemmtistarfsemi. íslenzkum bankamönnum var boðin þátt- taka í sumarnámsskeiði Institut of Bankers, sem haldið var í Oxford sumarið 1952 og BANKABLAÐIÐ 3

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.