Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 30

Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 30
syni. I>á birtust óvænt þeir Haraldur Ólafs- son og Svavar Jóhannsson með kvikmynda- tökuvél og filmuðu samkomuna. Þá voru ýmis minniliáttar skemmtiatriði og síðan var stiginn dans undir hljóðfæraleik fóns Sigurðssonar, og skemmtu menn sér hið bezta fram yfir miðnætti. Skemmtunin tókst vel og var vel sótt. Starfsmannafélag Búnaðarbankans liefur haldið uppi kvikmyndasýningum fyrir starfsfólkið öðrti hvoru í vetur í kaffistofu bankans. Sýnt hefur verið á mjófilmu, aðal- lega fræðslu- og skemmtimyndir. Þá hafa verið sérstakar sýningar fyrir börn starfs- manna einn sunnudag í mánuði. Sýningar þessar hafa verið vel sóttar og vinsælar, ekki sízt barnasýningarnar, þær hafa einnig mikið gildi fyrir ntenningar- og félagslíf starfsfólksins. Svavar Jóhannsson liefur séð um sýningar þessar fyrir félagið. Stjórn Sambands isl. bankamanna. Föstudaginn, 11. des. s. 1. kom hin ný- kjörna stjórn Santbands ísl. bankamanna saman til fyrsta fundar undir forsæti Þór- halls Tryggvasonar. Stjórnin skipti þannig með sér verkum: Varaformaður: Adolf Björnsson. Ritari: Bjarni G. Magnússon. Gjaklkeri: Einvarður Hallvarðsson. Bréfritari: Sverrir Thoroddsen. Búnaðarbanhinn. Nýir starfsmenn 1953: Jónas Benónýsson, 1. apríl. Sigríður Tryggvadóttir, 1. sept. Birgir Guðgeirsson, 1. sept. Guðrún Björgvinsdóttir, 15. sept. Sigurlaug Jóhannsdóttir, 1. okt. Halldór Ólafsson, 1. okt. Sigríður Magnúsdóttir, 1. nóv. Jón Brynjólfsson, 1. des. Þá sagði Ragnar Ingólfsson upp starfi frá 1. apríl og Elsa Brynjólfson frá 15. júlí. STARFSAFMJELI Theódór Blöndal, bankastjóri í Útvegsbanka íslands átti 25 ára starfsalmæli 1. apríl s. 1. Einar E. Kvaran, aðalbókari Útvegsbanka íslands átti 35 ára starfsafmæli 1. febrúar s. 1. Þorvarður Þorvarðsson, aðalféhirðir i Landsbanka íslands átti 30 ára starfsafmæli 6. júní s. 1. Sigriður Bjarnadóttir, starfsmaður í endurskoðunardeild Lands- banka íslands átti 30 ára starfsafmæli 1. júlí s. 1. Margrét Isólfsdóttir, starfsmaður í gjaldeyriseftirliti Lands- banka íslands átti 30 ára starísafmæli 14. desember s. 1. Bankablaðið árnar oíangreindum starfs- mönnum heilla í tilefni þessara merkisdaga og væntir þess, að þeir megi enn um langan aldur vinna stofnunum sínum og banka- mönnum í heild mikið og gott starf. Gjaldkeri útibúsins á Selfossi, Björn Sigtirbjörns- son, athugar fjárhirzlur liins nýja banka. 20 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.