Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 14

Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 14
gátu 4 komist þar að. Aðeins einn íslen/k- ur bankamaður sótti þó námsskeið þetta, Hörður Þórhallsson í Landsbankanum og styrkti Landsbankinn hann til þess. Síðast- liðið sumar barst ekkert boð um þátttöku í slíku námsskeiði. Sambandið gekkst fyrir fjölbreyttri kvöld- vöku í Útvegsbankanum síðasta vetrardag 1952. Sambandið liélt árshátíð bankamanna einnig fyrra árið. Var þar góður fagnaður. Bridge-keppnir tvær voru háðar og tókust j)ær með ágætum. Bankablaðið hefir komið út nteð svipuð- um hætti og áður. Mun ritstjóri Jtess gera grein fyrir útgálu Jjess. # Hér hefir verið rakið Jtað helzta, sem verið hefir á dagskrá sambandsins síðustu tvö árin. Ef Jtess kynni að verða óskað er stjórnin, að sjálfsögðu, fús til Jtess að gera nánari grein fyrir Jjeim málum, sem hér hafa verið rædd, eða svara hverjum Jseim fyrir- spurnum, senr fram kynnu að koma. Fjárhagur. Gjaldkeri sambandsins, Hannes Pálsson, gerði grein fyrir fjárhag sambandsins og lagði fram reikninga Jtess. Hagur Jtess hafði mjög batnað á gjaldkeratíð hans og var hon- urn Jtakkað ágætt starf. Bankablaðið. Ritstjóri Bankablaðsins, Bjarni G. Magn- ússon, gerði grein fyrir rekstri og útgáfu blaðsins. Gerði grein fyrir Jteim erfiðleik- um, sem væru á útgáfu blaðsins og hvatti fulltrúa til að vinna betur að efnisútveg- un í blaðið en verið hefði, því Jtað væri eitt nteginskilyrði fyrir því, að blaðinu vegnaði vel, að sem flestir legðu Jjví til efni. Ritstjórinn taldi Jtað til merkilegra nýmæla, að Starfsmannafélag Útvegsbank- ans hefði tekið að sér að sjá um og annast út- gáfu á Bankablaðinu í santbandi við 20 ára afntæli Starfsmannafélags Útvegsbankans. Uppástungunefnd. Formaður sambandsins, lagði til í nafni stjórnarinnar, að kosin væri á fundinum sérstök uppástungunefnd, sem gerði tillög- ur um skipan sambandsstjórnar og vara- stjórnar fyrir næsta kjörtíntabil. í nefndina voru kjörnir: Höskuldur Ólafsson, Landsbankanum, Sigurður Gutt- ormsson, Útvegsbankanum og Magnús Arnason, Búnaðarbankanum. Norrœna bankamannasambandið. Einvarður Hallvarðsson, varaformaðtir sambandsins, gerði fundinum grein fyrir hinu nýstolnaða Norræna bankamannasam- bandi, en Jtað var eins og kunnugt er stofn- að á fundi norrænna bankamanna, sem haldið var í Kaupmannahöfn í sumar. Hið nýja samband leysti af hólmi hina árlegu fulltrúafundi norrænna bankamanna, sem haldnir hafa verið árlega til skiptis á Norðurlöndunum. Með stofnun Jtessa sam- bands er kveðið nokkru ákveðnara en áður í hverju og á livern hátt norrænir banka- menn vinni saman, að málum sínum í fram- tíðinni. Reynslan mun hér skera úr um hvort hér hafi verið stigið spor fram á veg eða ei, en miklar vonir eru tengdar við hið nýja samband og vænta félagar okkar á Norðurlöndum mikils árangurs af starfi Jtess í framtíðinni. Stjórn þessa nýja sam- bands er skipuð tveim fulltrúum frá hverju hinna norrænu landa og skipa Jteir stjórn- ina á milli funda, sem ákveðnir eru af stjórninni hverju sinni, og má Jtað teljast til liöfuðbieytinga frá Jtví sem áður var. Fulltrúar Sambands ísl. bankamanna í Nor- ræna bankamannasambandinu eru Jteir: Adolí Björnsson, þáv. formaður Jtess og Ein- varður Hallvarðsson, Jtáv. varaformaður Jtess. 4 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.