Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 20

Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 20
Haukur Þorleífsson Á gamlársdag verður Haukur Þorleifsson, aðalbókari Búnaðarbankans, fimmtugur. Haukur er sonur hins þjóðkunna bænda- höfðingja, Þorleifs Jónssonar í Hólum og konu hans, Sigurborgar heitinnar Sigurðar- dóttur. Stúdentsprófi lauk liann vorið 1928, og stundaði síðan nám í stærðfræði og hag- fræði við þýzka háskóla til ársins 1932, að liann gerðist starfsmaður bændanefndarinn- ar, svonefndu, og í framhaldi af því starfs- maður í Búnaðarbankanum. Við fráfall Þórðar heitins Sveinssonar, aðalbókara, árið 1939, varð Haukur aðalbókari bankans og gegnir Jjví embætti síðan. Haukur er allra manna prúðastur og Jtekkilegastur í allri framkomu og svo ást- sæll af starfsfólki bankans, að til eindæma má telja. Viljum við starfssystkin lians með línum þessum færa honum árnaðaróskir okkar og Jsakklæti fyrir liðnu árin og ósk- um honum og eiginkonu hans, frú Ásthildi, verðsktddaðs meðlætis á komandi árum. / T. P. Eínar Þálson, útibússtjóri Landsbanka íslands á Sel- fossi, varð fimmtugur 6. júní síðastliðinn. Hann hefur verið starfsmaður Lands- banka íslands rúmlega 32 ár eða frá 20. nóvember 1921 og allan tíman við útibúið á Selfossi, fyrst sem aðstoðarmaður, síðar bókari og loks útibússtjóri frá 15. september 1935. Einar Pál'sson er einn hinna traustu og öruggu liðsmanna í hinu eldra starfsliði bankans. Hann hefur rækt öll störf sín með dugnaði og samviskusemi og öll framkoma lians helur mótast af velvilja, prúðmennsku og lipurð. Hann er Joví ntikils metinn bæði bæði af viðskiptamönnum bankans og sant- starfsmönnum. Einar hefur reynzt góður félagi í starfs- mannafélagi bankans, Jsótt hann hafi, eins og aðrir starfsmenn útibúanna, erfiða að- stöðu til að taka virkan Jjátt í starfsemi Jtess. Vilhelm Steinsen, bankafulltrúi í sparisjóðsdeild Lands- banka íslands varð fimmtugur 28. júlí s. 1. Steinsen er afbragðsstarfsmaður og hefur unnið bankanum mikið og gott starf. Hann er ágætisfélagi og skemmtilegur í umgengni. Félagslyndur er hann, og hefur látið sér annt um ýmsa Jiætti félagsmálanna í bank- anum og utan hans, m. a. átt lengi sæti í stjórn Snæfellingafélagsins. Bankablaðið árnar jjessum félögum allra heilla á Jjessum tímamótum í lífi Jjeirra og væntir Jjess að bankastarfsmenn og stofn- anir megi njóta starfskrafta Jjeirra sem lengst. 10 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.