Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 32

Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 32
Forsiðumynd: Stórhýsi útibús Landsbanka íslands á Selfossi, ein veglegasta og glæsilegasta bankabygging landsins, sem tekin var til ainota síðla sumars. JÓLAVAKA 1 LANDS- BANKANUM Félag starismanna Landsbanka Islands hélt jólavöku í salarkynnum sínum „Vöku“, föstudaginn 18. des. s.l. Jólavakan hófst með sameiginlegu hangi- kjöts og flatkökuáti kl. 7.30 e.h. Formaður félagsins bauð starfsmenn og gesti vel- komna og voru mættir til borðhalds 70 manns. Salurinn var smekklega skreyttur og kertaljós loguðu víða á borðum, svo að allir komust í hátíðarskap og ekki spillti hangi- kjötið, þegar það kom á borðin. Síra Jón Thorarensen flutti veraldlegan þátt um jól- in, sem í senn var mjög skemmtilegur og fróðlegur og vann hann hug allra með erindi sínu og var það þakkað með miklu og löngu lófataki. Þá var sungið undir borð- um og stjórnaði Höskuldur Ólafsson með undirspili, en áður en borðhaldinu lauk var jólasálmur sunginn með undirspili frú Margrétar ísólfsdóttur. Þá var borðum rutt og dans stiginn, en Ólafur Briem skemmti síðar um kvöldið með dægurlagasöng. Jólavakan tókst með ágætum og var með ánægjulegustu skemmtunum, sem haldnar hafa verið á vegum starfsmannafélagsins. Væntanlega má gera ráð fyrir að eftirleiðis verði jólavakan fastur liður í jólagleðskap bankans. Jón G. Maríasson, bankastjóri og aðalbókari Svanbjörn Frímannsson og frú hans voru meðal viðstaddra. Eg vil færa stjórn félagsins sérstakar þakkir fyrir þessa ágætu skemmtun og vænti þess að starfsfólk bankans fjölmenni, þegar farið verður af stað með næstu skemmtun félagsins. B. 22 bankablaðið

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.