Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 31

Bankablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 31
Skemmtiferð starfsfólks Landsbankans Skemmtiíerð starfsfólks Landsbankans og gesta þeirra, var farin sunnudaginn 21. júní s. 1. í boði framkvæmdarstjórnar bankans. Haldið var að morgni sunnudags, sem leið liggur til Þingvalla og lialdið inn að Bolabás. Þar voru fyrir starfsmenn útibús- ins á Selfossi. í Bolabás var áð fram til há- degis og leikir sóttir af kappi. Þá var haldið til Valhallar og snæddur hádegismatur. Síð- an var haldið austur að Sogsfossum og hinar nýju virkjanir og mannvirki skoðuð. Eftir að liafa skoðað mannvirkin rækilega var enn lagt í bílana og keyrt að Selfossi. Þar var hið nýja og veglega hús útibús Landsbankans skoðað undir leiðsögn starfs- fólks útibúsins. Húsið og búnaður þess er með jíeim glæsibrag að fágætur er í stofn- unum hérlendis. Landsbankinn hefir byggt hið nýja hús með mikilli rausn og skapað stofnuninni og starfsfólkinu hin beztu starfs- skilyrði og samfagna starfsmenn aðalbank- ans útibúinu með hið nýja hús og búnað. Þá var haldið að Hótel Tryggvaskála ogsetzt að kaffiborði jjar sem borð öll voru sliguð af hinu glæsilegasta meðlæti. Útibússtjóri Einar Pálsson bauð gesti velkomna og lýsti ánægju sinni og útibúsmanna yfir því að fá tækifæri til að vera með starfsfélögum sínum úr aðalbankanum og Jaakkaði Jsann vinarvott, sem oft hefði komið fram frá að- albankanum í sambandi við hinar árlegu skemmtiferðir starfsfólksins og Jiær ánægju- stundir sem útibúsfólkið hefði átt í Jjeim ferðum. Einvarður Hallvarðsson, Jtakkaði hlýleg orð og bað menn heilla útibúsmenn með húrrahrópi og var Jrað gert kröftug- lega. Eftir að veitingunum höfðu verið gerð góð skil var lialdið heimleiðis. Um kvöld- ið var snæddur kvöldmatur í Þjóðleikhús- kjallaranum og bauð Jón G. Maríasson, bankastjóri, starfsfólk og gesti velkomna í nafni framkvæmdarstjórnar bankans, en Einvarður Hallvarðsson formaður F. S. L. í., Jiakkaði framkvæmdarstjórn bankans velheppnað og ánægjulegt hóf. Síðan skennntu menn sér fram eftir nóttu í hinum vistlegu sölum Þjóðleikhússkjallarans. X. 1 afgreiðslitsal útibúsins á Selfossi. BANKABLAÐIÐ 21

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.