Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 22

Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 22
ÞORSTEINN JÓNSSON: löncju og nú. E£ til vill hafa bankamenn gaman af því, að ég rabbi við þá um gamla daga — og minnist kennske dálítið á nútímann. Eigi dugar að syrgja liðna æsku og gráta margt kært, sem horfið er í haf tímans, en þó er gott að liugsa um liorfnar gleði- stundir. — Öðru ber að gleyma, eftir því sem kostur er til. Þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur, 1906, stóð ég stutt við, fór til Þingvalla og víðar um nágrennið, auðvitað ríðandi. En alkominn fluttist ég hingað seint í ágúst 1907. Þá vörpuðu skip festum langt úti á Sundi, þó var heldur lengra út í Engey en upp að steinbryggjunni gömlu, fram- an við Pósthússtræti. Einn af kunnustu mönnum þessa bæjar, Steindór Einarsson, flutti mig í land á skektu (árabát), fannst mér hann dugnaðarlegur maður og þægi- legur í viðmóti. Skipið hét ,,Ceres“, all- gott skip, skipstjóri var Gad, sjóliðsforingi og farþegar margir. Meðal þeirra man ég eftir Guðlaugi Guðmundssyni og Gísla Isleifssyni, sýslumönnum. Einhver veizla var um nóttina, eða langt fram eftir kveldi, svaf ég því illa, enda ekki laus við sjó- veiki. Daginn eftir komu mína lióf ég starl mitt í pósthúsinu, sem þá var í því gamla steinhúsi sem nú er lögreglustöð. Kaupið var lítið, fyrir fjóra fyrstu mánuðina fékk ég samtals kr. 140.00 — auk þess 4% þókn- un af frímerkjum er ég seldi. En það varð ódrjúgt, því að ég var settur í að lesa sundur dagblöð (eða réttara sagt viku- blöðin) og kom því, oft, ekki í afgreiðslu. Eftir nýár lékk ég 50 krónur á mánuði. Vinna var löng, oft 12—14 tímar, stundum styttra, aldrei undir 8 tímum á dag. Unn- ið var flesta sunnudaga, eitthvað, oft all- an daginn, er skip komu eða fóru. — Þó urðu flestir póstmenn að reyna að ná sér í aukavinnu til þess að svelta ekki. „Auka- vinnugreiðsla þekktist ekki, eða nokkur aukagreiðsla, þótt unnið væri, stundum alla nóttina, en það kom ósjaldan fyrir. Bankamenn voru betur launaðir, höfðu styttri og reglulegri vinnu enda þóttust meiri menn en við póstþjónarnir. Var ekki laust við að litum Jiá öfundaraug- um. Fallegustu húsin í bænurn Jrá voru Safnahúsið við Hverlisgötu og hús Lands- bankans, svo og aljringishúsið og hús ís- landsbanka. Mörg snotur íbúðarhús voru Jrá komin, einkum Ingólfshvoll Guðjóns Sigurðssonar, hús Halldórs Jónssonar bankagjaldkera og húsin suður með tjörn inni að vestan. Ekki fannst mér mikið til höfuðborgarinnar korna, kunni illa við mig, var það mín heitasta J)rá, að kom ast sem fyrst í sveitina aftur. Komst ég þó í kynni við margt ágætt fólk, bæði félaga mína í pósthúsinu og aðra. En mér geðj- aðist ekki margmenni, hávaði og ég þráði kyrrð sveitarinnar. En í sveitina komst ég aldrei aftur til langdvalar. Svo kom að því, eftir nær 7 ára vinnu 28 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.