Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 32

Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 32
mönnum bankans hefir Helgi Guðmunds- son verið hollur ráðgjafi og leiðbeinandi. Hvert mál hefir hann leitast við að kryfja til mergjar en jafnframt verið skjótur í ákvörðunum. Starfsfólk Útvegsbankans hefir átt hauk í horni meðan Helgi Guðmundsson hefir skipað bankastjórasess í þessum banka. Hann hefir verið starfsfólkinu einlæg- ur og ágætasti húsbóndi enda ástæll af öll- um æðri og lægri. Hann hefir verið vinur fólksins og velgjörðarmaður þess. Oft hef- ir hann greitt götu starfsfólksins á ýmsa vegu og leyst úr margvíslegum vandamál- um þess. Starfsmannafélag Útvegsbankans hefir Helgi Guðmundsson stutt mjög myndar- lega og ætíð mætt óskum þess með velvilja, skilningi og fyrirgreiðslu. Það var skilningur Helga Guðmunds- sonar á tilverurétti félags okkar, að Starfs- mannafélag Útvegsbankans fékk á sínum tíma afhentan fagran og stóran samkomu- sal til fundahalda og skemmtana löngu áður en aðrir bankamenn hlutu samastað fyrir félagsstarfsemi sína. Og fyrir þann samkomusal og aðbúnað að félagsstarf- seminni liér var unnt að stofna eitt fyrsta félagsmötuneyti, sem nú eru mörg orðin. Helgi Guðmundsson hefir veitt starfs- fólki bankans • ótal ánægjustundir í hin- um árlegu bankatúrum. Hann var upp- hafsmaður að því að bankastjórar og starfsfólk færu áriega í sameiginlega skemmtiför. Síðan hefir hann verið þátt- takandi og forustumaður á hverju ári í bankatúrunum. Hefir hann ávallt veitt af rausn og verið hrókur alls fagnaðar. Það er enginn vafi á jrví að slík sameigin- leg mót yfirboðara og undirmanna auka kynni og efla gagnkvæman skilning. Margir eiga ljúfar endurminningar frá Kristin Helgadóttir afhjúpar brjóstlikan af föður sinum. hinum vinsælu bankatúrum, en hjá flest- um hygg ég að þar komi Helgi Guðmunds- son alltaf fram í hugann. Það tæki of langan tíma að telja hér upp öll þau mál er Helgi Guðmundsson hefir liaft afskipti af fyrir félag okkar og félagsmenn, sem orðið hafa til velfarnað- ar og bættra kjara, svo sem afskipti af launamálum, kaupi á sumarhúsi, vinnu- fatnaði. En eitt máf gleymist aldrei. Það gnæf- ir yfir öll önnur. Á ég hér við hlutdeild Helga Guðmundssonar í stofnun og efl- ingu Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegs- bankans. Þau átök, sem í því máli hafa verið gerð á undanförnum 20 árum eru framar glæstu vonum og hafa elft sjóð- inn, svo að hann mun hlutfallslega einna 38 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.