Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 41

Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 41
urnar, og kuldaískrið í hurðarhjörunum smaug gegnum merg og bein, er hún opn- aði dyrnar. Þegar hún kom upp í íbúðina, var Anna komin lieim, henni til mikillar undrunar. Hún stóð við eldhúsborðið og var að hita kafli og rista brauð með því, því að ekki mátti snerta við jólabakstr- inum fyrr en annað kvöld. Sveinn sat í stofunni og las í bók eins og hún hafði getið sér til um. — Gott kvöld, börnin mín, sagði hún, er hún kom inn úr dyrunum. í því lagði á móti henni svo þægilega lykt af ristuðu brauðinu, að hún fann til innilegrar nota- kenndar yfir því að vera komin heim. — Gott kvöld, mamma, svöruðu börn- in einum rómi. — Þú ert snemma heima í kvöld, Anna mín. — Já, þetta getur komið fyrir. var svar- ið, að vísu nokkuð stuttaralegt, en þó var eins og eftirvænting og óstyrkur í rödd- inni. — En hvað það er gott að fá eitthvað heitt í svanginn, þegar maður kemur inn úr kuldanum. — Já, gjörið þið svo vel, kaffið er til- búið. Þau drukku kaffið að mestu þegjandi, en Sveinn og Anna voru eitthvað svo íbygg- in, að þau hlutu að leyna einhverju óvæntu. Sveinn hafði í vetur, eins og undanfarna vetur, fengið aukavinnu í pósthúsinu kring um jólin, til að fá aukapeninga til að standa straum af skólakostnaðinum það sem eftir var vetrar. Enn var eftir langur tími í skólanum og varla við því að bú- ast, að sumarkaupið hrykki fyrir öllu sem með þyrfti, enda oft ekki mikið. Anna vann sem símastúlka í heildverzl- un miðaldra piparsveins niðri í bæ og hafði sæmileg laun, en þó átti hún aldrei peninga. Hún borgaði að vísu heim nokk- ur hundruð krónur á mánuði, og víst var gott að fá þá peninga til heimilisins, en leiðinlegast var, að hún virtist aldrei eiga neitt aflögu nema fyrir nauðsynlegasta fatnaði. Þó svo að heimilispeningarnir drýgðust nokkuð við framlag Önnu, voru þeir ekki meiri en svo, að hún gat sjaldan vikið nokkrum glaðning að börnunum. Skyndilega fann hún lykt, sem henni fannst hún kannast við, lykt, sem ekki hafði fundizt þar á heimilinu undanfarin þrjú ár. Jú, það var ekki um að villast, þetta var grenilykt. — Hafið þið keypt jólatré? spurði hún. — Já, mamma, við söknuðum þess svo mikið að hafa ekki haft jólatré undanfar- in ár, að við keyptum eitt núna. Það kost- aði bara fjörutíu krónur, og svo keyptum við skraut fyrir aðrar fjörutíu. Það var ekki svo mikið, eða finnnst þér það? Við gátum vel misst sínar fjörutíu krónurnar hvort, svona rétt fyrir jólin, sagði Sveinn með hinni barnslegu ákefð, sem einkenndi hann og gerði hann svo elskulegan, að mamma hans hefði getað vafið hann örm- um og kysst hann á kinnina. Er þau höfðu drukkið kaffið fóru þau strax að hátta, því annir morgundagsins voru framundan. Móðirin lá vakandi í rúmi sínu og hugsaði um það, sem liðið var og það, sem koma ætti. Ósköp hafði Anna verið skrýtin í viðmóti í kvöld. Einhvern veginn svo óstyrk og eftirvæntingarfull, eins og eitthvað algjörlega óvænt væri í aðsigi. Kannski var það bara út af kaupunum á jólatrénu. Eða skyldi eitthvað vera að brjótast um í henni? Vonandi, að hún bætti nú ráð sitt og gerðist heimakær- ari en undanfarið. Þær voru ekki orðnar BANKABLAÐIÐ 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.