Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 29

Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 29
ilum og varð hún Sameinuðu þjóðunum að ómetanlegu gagni í síðari heimsstyrjöld- inni. Reis stakk einnig upp á því að semja um flutning á þúsund portúgölskum fjöl- skyldum, sem verða skyldu landnemar á hinum frjósömu liásléttum Angola. Land- stjórinn hlýddi á, fullur hrifningar, er fyrrverandi umsjónarmaður hans með op- inberum framkvæmdum útlistaði fyrir hon- um áfornt sín í þágu landsins. En rás viðburðanna hafði orðið hrað- stíg heima í Lissabon, meðan þessu fór fram. Rodrigues bankastjóri og fram- kvæmdastjóri hans höfðu haft spurnir af dularfullri viðleitni til að kaupa upp hlutabréf Portúgalsbanka, og þeir hófu rannsókn. Allmargar slóðir virtust liggja í áttina til senor Alves Reis. Þá kom til sögunnar skyndirannsóknin á útibúi bank- ans í Oporto, sem leiddi til þess, að föls- uðu seðlarnir fundust. Reis kom til Lissabon frá Angola dag- inn el'tir og var þá tekinn fastur. En falsar- inn var ekki af baki dottinn fyrir því. í fangelsinu tókst honum að búa til fjöld- ann allan af athyglisverðum skjölum, sem bentu til þess, að Rodrigues bankastjóri og nokkrir af framkvæmdastjórum Portú- galsbanka væru hinir raunverulegu svika- hrappar, og að hann, Reis, væri fórnarlamb stjórnmálalegs samsæris. Skjöl þessi voru svo sannfærandi, að Portúgalar skiptust í tvær andstæðar fylkingar urn málið mán- uðum saman, og það leiddi til þess, að réctarrannsókn á hendur Reijs kafðist í fimm ár. En í maí 1930 fór réttarrann- sóknin fram, enda lá þá fyrir játning Reis. Hann var sakfelldur og dæmdur í 20 ára fangelsi. Hinn örlagaríki draumur Alves Reis urn að stofna nýlenduveldi var að engu orð- inn. Þegar hann hafði lokið fangelsisvist AÐALFUNDUR F.S.L.t. Aðalfundur Félags starfsmanna Lands- banka íslands var haldinn í fundarsal félagsins 25. október s. 1. Formaður félagsins, Björn Tryggvason, flutti ársskýrslu stjórnarinnar um störfin á liðnu starfsári. Eitt megin verkefni stjórnarinnar var afskipti af launamálum starfsmanna bankans, svo og önnur félags- störf. Gjaldkeri félagsins flutti skýrslu um fjárhag félagsins. Formaður Náms- og kynnisfararsjóðsstjórnarinnar flutti skýrslu um sjóðinn. Náms- og kynnisfararsjóðnum hafði bor- ist, eins og áður hefir verið minnst á hér í blaðinu, höfðingleg gjöf frá Landsbanka íslands i tilefni af afmæli bankans, og var framkvæmdastjórn bankans færðar þakk- ir fyrir ræktarsemi og skilning á málefn- um félagsins af þessu tilefni. Stjórninni var þakkað ágætt starf á árinu. Formaðut félagsins, Björn Tryggvason, þakkaði með- stjórnendum ágætt samstarf og félögum góða samvinnu, en skoraðist undan að taka við endurkjöri. Formaður var kjörinn: Bjarni G. Magnússon og meðstjórnendur: Jóhannes Nordal og Jón Júl. Sigurðsson. Varastjórn var kjörin: Hannes Þorsteins- son og Sigríður Brynjólfsdóttir. Stjórn Náms- og kynnisfararsjóðsins var endur- kjörin, svo og aðrir starfsmenn félagsins. Þá voru og kjörnir 15 aðalfulltrúar og varafulltrúar í fulltrúaráð Sambands ísl. bankamanna. sinni, fór hann til Brasilíu sem mótmæl- endatrúboði, „til þess að bæta fyrir liinar miklu misgerðir sínar,“ eins og hann orð- aði það. Og það var hið síðasta, sem til hans fréttist. Upp frá því hefur ekkert frétzt af glæpamanni þeim, sem stóð fyrir hinni dæmalausu seðlafölsun í Portúgal. BANKABLAÐIÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.