Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 33

Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 33
fremstur í sinni röð. Auk hinna venjulegu tryggingarstarfa, hefur sjóðurinn aðstoðað fjölda starfsmanna við húskaup og hús- byggingar. Forusta í þessu mikilvæga og merka velferðarmáli starfsfólksins hefir fyrst og fremst verið í höndum Helga Guðmunds- sonar. Það má með nokkrum sanni segja að eftirlaunasjóðurinn hafi verið óskabarn Helga Guðmundssonar. Hann hefir held- ur ekki vanrækt uppeldi þess. Fyrir það er starfsfólk Útvegsbankans í miklu og ómetanlegu þakklæti við Helga Guðmundsson. Ekki einungis hinir eldri starfsmenn bankans heldur og engu síð- ur hinir yngri. Baráttan fyrir bættri fjöl- skyldutryggingu og betri eftirlaunum er fegursti minnisvarðinn er Helgi Guð- mundson hefir reist sér í hugum okkar allra. Starfstími Helga Guðmundssonar í Útvegsbanka íslands er á enda. Hann hef- ir kosið að draga sig í hlé frá störfum á þessum tímamótum ævi sinnar þegar hann er orðinn hálf sjötugur. Njóti hann heill unaðsstunda ófarna æviára. Með söknuði og trega kveðjum við yður í dag Helgi Guðmundsson bankastjóri. Við þökkurn af alhug og innilega sam- veruárin í Útvegsbankanum. Við þökk- um allt, sem þér hafið gert fyrir hvern einstakling í þessari stofnun og starfs- mannaíélagið í heild. Sem lítinn þakklætisvott alls þessa hefir starfsfólk Útvegsbankans í Reykjavík, Akureyri, ísafirði, Seyðisfirði, Siglufirði og Vestmannaeyjum fengið á sínum tíma herra listamann Einar heitinn Jónsson til þess að gera af yður brjóstlíkan, sem á þessari stundu verður afhjúpaður yður til heiðurs og virðingar. Úfveásbanki íslands h.f. Eftirtaldir starfsmenn Útvegsbankans hafa unnið í bankanum frá stofnun lians, en dagsetning og ártal fyrir aftan nöfn þeirra segir til um, hvenær þeir hófu starf í íslandsbanka: 1. Þórarinn B. Nielsen 1/7. 1914 2. Kristján Jónsson 1/11. 1916 3. Brynjólfur Jóhannesson 1917 (en var frá starfi í 3 ár) 4. Einar E. Kvaran 1/2. 1928 5. Theódór Blöndal 1/4. 1918 6. Halldór Þ. J. Halldórsson 15/2. 1919 7. Jóhann Árnason 14/3. 1919 8. Elías Halldórsson 12/5. 1919 9. Axel Böðvarsson 1/12. 1919 10. Helgi Eiríksson 16/12. 1919 11. Baldur Sveinsson 10/1. 1921 12. Henrik Thorarensen 1/8. 1923 13. Sigurður Guttormsson 1/11. 1923 14. Jón Björnsson 1/11. 1924 15. Ingibergur Kristmundsson 1 /1. 1928 16. Erna Eggerz 1/10. 1928 17. Guðjón Halldórsson 15/9. 1929 18. Erlingur Hjaltested 1/11. 1929 Skömmu eftir stofnun bankans, hófu starf í bankanum: Baldur Ólafsson, Vestmannaeyjum og Guðmundur Ólafs. Megi það um aldur og ævi minna á drengskap yðar, hollustu og góðan hug, sem þér hafið ávallt alið í brjósti til starfs- fólksins og þessarar stofnunar, sem þér haf- ið helgað starfskrafta yðar í nærri aldar- fjórðung. Ég vil að svo mæltu biðja, Kristínu, dóttur Helga Guðmundssonar að afhjúpa myndina af föður sínum. BANKABLAÐIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.