Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 36

Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 36
 Laugardaginn 19. nóvember s. 1. hélt starfsfólk Útvegsbankans kveðjuhóf í há- tíðasal Útvegsbankans til heiðurs og í þakk- arskuld við Helga Guðmundsson banka- stjóra, Guðmund Ólafs bankafulltrúa og Halldór Halldórsson bankafulltrúa. Auk þeirra voru heiðursgestir konur þeirra allra. Auk starfsfólksins tóku bankastjórarnir þátt í kveðjuhófinu og utan Reykjavíkur sóttu hófið útibússtjórarnir á Akureyri og Siglufirði, Svavar Guðmundsson og Hafliði Helgason. Útibússtjórarnir í Vestmanna- eyjum og ísafirði höfðu einnig ráðgert að mæta, en annar komst eigi vegna veikinda en hinn tafðist á leiðinni vegna veðurs. Þátttakendur í kveðjuhófinu voru um eitt hundrað. Hófst það kl. 2 e. h. með því að þriggja manna hljómsveit undir stjórn Carls Billich lék nokkur lög meðan geng- ið var til borða. í hljómsveitinni voru auk Billich, sem lék á píanó, Felzman, er lék á fiðlu og Moráveck, er lék á celló. Lék hljómsveitin meðan hófið stóð yfir, undir borðum og milli ræðuhalda, sígild lög og íslenzk ættjarðarlög. Formaður Starfsmannafélags Útvegs- bankans, setti hófið og stjórnaði því. Hann bauð heiðursgesti og aðra veizlugesti vel- komna og hófst síðan borðhald, margrétt- að kalt borð. Herra bankastjóri Valtýr Blöndal flutti þvi næst ræðu, kveðju og þakkarorð til heiðursgestanna. Rifjaði liann upp fyrri störf Helga Guðmundssonar í Landsbanka íslands og fór lofsamlegum orðum um dugnað hans og kraft, er einkenndu öll hans störf, samfara einbeittri ákefð að koma áhugamálum sínum áfram. Hann minntist þess að í Útvegsbankanum liafi samstarl' þeirra farið vaxandi og batnandi þau 17 ár, er leiðir þeirra lágu saman, enda við sameiginleg vandamál að glíma og ráða fram úr. Þá lét bankastjórinn í Ijós marg- vísleg og makleg viðurkenningarorð í garð Halldórs Halldórssonar fyrir mikla og raungóða þekkingu á bankastörfum og hæfni og vilja til þess að miðla öðrum af reynslu og þekkingu 36 ára starfsævi í bankastarfi. Ennfremur fór bankastjórinn þakkar og viðurkenningarorðum um störf Guðmundar Ólafs i þágu Útvegsbankans og óskaði þess að gott samstarf mætti tak- ast milli Útvegsbankans og Iðnaðarbank- ans, þegar Guðmundur væri tekinn við bankastjórn þar. Einar E. Kvaran aðalbókari mælti fyrir minni Halldórs Halldórssonar. Rifjaði hann upp fyrstu kvnni þeirra í íslands- banka fyrir 36 árum. Frá þeirri stundu hafa þeir báðir verið starfsmenn í sömu stofnun. Kom það oft fram í ræðu Kvarans hversu góðir vinir þeir Halldór hafa alltaf verið og hve miklar mætur hann hefir haft á honum. Minntist hann skólagöngu Halldórs, starfshæfni og margháttaðra starfa, sem Halldór hefir leyst af höndum fyrir bankann, ekki einungis í Reykjavík og öllum útibúum bankans heldur og hefir liann verið forstjóri fyrirtækja, er bank- inn hefir um stundarsakir orðið að taka í 42 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.