Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 20

Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 20
yfirmenn bankastofnunar sitji hóf banka- manna. Það er lofsverð viðurkenning á samtökunum er bankastjórn Landsbank- ans sýndi og er vert að veita því verð- skuldaða athygli og viðurkenningu. Vil- hjálmur Þór, bankastjóri, bauð fulltrúa velkomna og óskaði fulltrúafundinum vel- farnaðar í starfi og samtökunum góðs gengis. Hjálmar Bjarnason, þakkaði rausn- arlegar veitingar og fór sérstökum viður- kenningarorðum um bankastjórn Lands- bankans, bæði fyrir höl'ðinglegt boð og sýndan heiður, með því að sitja hér allir þetta hóf og með því að gefa sér tíma til að dveljast nokkra stund með kosnum full- trúum á aðalfund fulltrúaráðs banka- manna. Að loknu borðhaldi var dvalist góða stund í hliðarsölum við samræður og kaffidrykkju síðar var haldið í fundarsal starfsmanna Landsbankans til fundarhalda. FUNDIR. Eins og fyrr segir, þá fór fyrri fundur- inn að mestu í flutning á skýrslum stjórn- arinnar, eða sérstakra mála. Síðari fund- urinn hófst á því að Ólafur Björnsson, prófessor, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, flutti erindi um launakjör opinberra starfsmanna og ræddi þá sérstak- lega hið nýja frumvarp til launalaga er nú hefir verið lagt lyrir Alþingi og unnið var af þar til kjörinni nefnd. Kom pró- fessor Ólafur víða við og gerði grein fyrir sjónarmiðum nefndarinnar er vann að undirbúningi málsins. Kvað hann m. a. launamálin tvíþætt — þ. e. hvernig ákveða bæri laun opinberra starfsmanna í hlut- falli við aðrar launastéttir og ltins vegar um skiptingu starfa í launaflokka. Hvað snertir fyrra atriðið hafði nefndin hlið- sjón af launum á liinum almenna vinnu- markaði, eftir því sem aðstæður leyfðu um samanburð. Taldi ræðumaður að frum- varpið væri án vafa til mikillar bóta og grunnkaupshækkanir væru nokkrar, en þó ekki eins miklar og hefðu komið í hlut ann- arra launastétta. En þar kæmi aftur á móti hlunnindi og atvinnuöryggi hjá opinber- um starfsmönnum. Þá flutti prólessor Ólaf- ur kveðjur og árnaðaróskir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Adolf Bjiirns- son, þakkaði ágætt lramsöguerindi og bað hann að flytja bandalaginu kveðjur og árn- aðaróskir, með ósk um áframhaldandi gott samstarf í framtíðinni. Að loknu framsöguerindi urðu miklar umræður um launamál. Voru ræðumenn á eitt sáttir um, að reglur um launakjör bankastarfs- manna væru teknar til endurskoðunar og samræmingar í hinum einstöku bönkum. Talið var tímabært að sambandið tæki að sér íorustuhlutverk í Jressum málum í samstarfi við hin einstöku starfsmanna- félög. Eðlilegt var talið að launamálin væru fyrst rædd innan l'élaganna sjálfra og var að loknunt umræðum svofeld til- laga samjrykkt: „Að fengnu samjrykki starfsmanna bankanna, felur aðalfundur fulltrúa- ráði S.Í.B. stjórn sinni að leita samn- inga við stjórnir bankanna um nýja launareglugerð og að leggja niðustöðu sanminga fyrir aukafulltrúafund sam- bandsins.“ Þá var tekið fvrir álit fræðslunefndar. Jóhannes Nordal hafði framsögu og lagði fram eftirfarandi tillögur: Aðalfundur S.Í.B. ályktar: 1. að skora á bankana að koma á sam- vinnu við stjórn S.Í.B. sem fyrst á fót skóla fyrir bankamenn, sem starfi t. d. Jtrjá mánuði. 2. Að unnið skuli að Jrví, að nám í 26 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.