Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 34
JÓN PÁLSSON:
ÞRJII
Siðsumar kvöld í svöiu rökkri kyrrð.
Síglaður máni, sijarna i órafyrð,
Sölnandi grös sem svefn á barnsins brá,
birtan að dvina, haust um lög og lá —
Vorilmur sumars genginn fyrir garð.
Gróþrungin jörðin biður mönnum arð.
Öllum sem erja, yrkja móður jörð
er hún sem kirkja, full af þakkargjörð.
Haustið er liomið hljótt og kyrrt og rótt
til hvilu þig kallar, biður góða nótt.
Drifhvita bleeju dregur þér á brá.
Draumlausa hvildarnótt þú kýst að fá.
Vetrarins mikla mjallahvita sceng,
móðurjörð blundar undir þinum vœng.
Allt virðist stirnað, dofið dautt i svörð
drottnandi vetur grúfir yfir jörð.
Dimmt stynur haf og drungaleg um gil
dauðans rödd þylur; finnur jörðin til?
Sýður um tinda svalköld vetrar hrið
sólin er myrkvuð, rist er jörðu nið.
Dauði og ógn í djöfullegan leik
dansa um fold, en jörðin stynur bleik,
feiknlegar bárur fylkja liði að strönd,
fannbarðir tindar nötra, stynja lönd.
Konungur vetur, köld er höllin þin,
kristall i gólfi, heiðið yfir skin
skrautlýst er hvelfing skeerum stjarnafjölel
skinandi norðurljós um rekkjutjöld.
Sjá þávindar geisa um grund
það fer grátklökkvi um heeðir og sund
helklekkir bresta og brotna.
Brátt tekur vorið að drottna.
LJÓÐ
Lifskraftur, þróttur og þrá
eftir þrengitigar vetrarins
gríþur hvert strá.
Vorið sleer voldugum veldissprota
allt er ein samfelld sóknarlota.
Og sólin á himninum hleer
heiðrikjan morgunskeer
hvelfist of haf og jörð.
Þá er hátið og þakkargjörð
sungin af blómi sem beerist
og barni sem endurneerist
af moldinni móður alls lifs.
Loks vaknar vor fósturjörð frið,
sem i fordeeðu og gjörningahrið
lá stirðnuð sem lifvana lik
þó af lifsorku og neeringu rik.
Hún titrar, hún funar, hún fleeðir
þvi sólinni i svörðinn bleeðir.
Þannig sameinast liimin og hauður,
livilik hamingja dýrlegur auður
er gefinn oss öllum sem einum
en ekki sérstökum neinum.
Hver á sólgeislans sindrandi skafl?
Hver á silfurflóð mánans og hafsins afl?
Hver á gróskumátt gróandi blóma?
Hver á grátklökkva haustsins og vorsins
óma?
Sýn börnum og blómum og dýrum
sitt bjarta musteri á vormorgni hýrum.
Gleðjumst og gjöldum með hug og hjarta
heitar þakkir i morguninn bjarta.
Fleeðandi Ijósið, frjóþrunguð jörðin.
Fögnum, sólinni bleeðir i svörðinn!
40 BANKABLAÐIÐ