Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 40
SIGURtíUR ÞORSTEINSSON:
Ció ClCj Cl
Grjótagata! Hversu oft liafði hún ekki
gengið þessa kyrrlátu götu, sem lá út úr
miðbæjarskarkalanum, heim í litlu íbúð-
ina vestur í bæ. Hér hafði leið hennar
legið í skólann niður í miðbæ á bernsku-
og unglingsárum, og hér hafði hún gengið
hamingjusöm við hlið mannsins síns sál-
uga svo árum skipti. Og nú, seinustu ár-
in, hafði leið hennar legið um þessa bröttu
en þó þægilega liljóðu götu, þar sem ekk-
ert truflaði hugsanir hennar nema ein-
stöku strákar í indíánaleik og þægilega
fjarlægur ómur af umferð Aðalstrætis, er
hún kom þreytt heim úr vinnunni á degi
hverjum.
Hún hafði farið niður í miðbæ á Þor-
láksmessukvöld til að gera innkaup fyrir
jólin. Þau innkaup voru að vísu ekki.
neitt stórkostleg, því að síðan maðurinn
hennar dó, höfðu peningaráðin alltaf ver-
ið af skornum skammti. En þó var alltaf
eitthvað jólalegt við þessa ferð hennar
í bæinn, eitthvað, sem vakti eftirvæntingu
eftir jólakyrrðinni, sem í vændum var ann-
að kvöld. Jólaösin í verzlununum var svo
gjörsamleg andstæða við kyrrðina, sem var
framundan, að hún naut hvíldarinnar bet-
ur fyrir bragðið í faðrni fjölskyldunnar.
Hérna í Grjótagötunni hafði það verið
kvöld eitt, er Sveinn var að fylgja henni
heim af dansæl'ingu, að henni skrikaði
fótur og hún var nærri dottin. Þá hafði
hann gripið hana traustlega í sterka arma
sína og kysst liana fyrsta kossinn. Þetta
var upphafið að sextán ára hamingjuríkri
sambúð þeirra, sem endaði svo alltof fljótt
og snögglega, þegar hann varð fyrir bíl og
lézt af völdum slyssins. Hversu sárt höfðu
þau ekki saknað hans, hún og börnin tvö,
Sveinn yngri, tíu ára, og Anna, tólf ára.
Nú voru að vísu sex ár síðan, en ennþá
geymdi hún vandlega með sér minning-
una um hann og fölskvalausa ást til hans.
Vesalings börnunum var að vísu vork-
unn, þó að þau virtust vera farin að
gleyma honurn, æskan var svo fljót að
gleyma nú á tímum. Þó var það verst með
Önnu, aumingjann, hún var farin að vera
svo rnikið úti á kvöldin síðasta árið og var
ekki laust við að hún kæmi stundum heim
hálfdrukkin.
Já, vel á minnzt. Var það ekki einmitt
hér í Grjótagötunni, sem hún hafði talið
sig sjá Önnu í hálfgerðum ryskingum við
strák eitt kvöldið, þegar hún var á leið
heim eftir að hafa unnið lengi frameftir?
Jú, vissulega voru margar minningar
tengdar við þessa götu.
Nú var hún að komast heim að húsinu.
Það var ljós í báðum gluggunum, sem
sneru út að götunni, svo að Sveinn myndi
vera kominn heim. Hann var sennilega
að hita sér eitthvað í svanginn í eldhús-
inu, en sat svo sjálfur í stofunni og las í
bók.
Það marraði harkalega í snjónum undir
fótum hennar, þegar hún gekk upp tröpp-
46 BANKABLAÐIÐ