Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 39
Jolavaka F.S.L.I
var haldin laugardaginn 17. des. s. 1. í sal-
arkynnum félagsins. Vakan hóí'st með
hangikjötsáti kl. 7 e. h.
Heiðursgestur félagsins var Gunnar Við-
ar bankastjóri og frú. Jólavökugestur fé-
lagsins var séra Bjarni Jónsson vígslubisk-
up og frú.
Formaður félagsins bauð gesti og félags-
menn velkomna og þá sérstaklega heiðurs-
gesti félagsins.
Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup flutti
jólahugleiðingu yfir borðum, er var af-
burðavel tekið og þakkað með miklu lófa-
taki.
Þá ávarpaði formaður félagsins, Bjarni
G. Magnússon, heiðursgest félagsins, Gunn-
ar Viðar bankastjóra. Rakti hann störf
bankastjórans fyrr og síðar og benti m. a.
á, að ævistarí hans væru að miklu leyti
bundið við Landsbankahúsið. Hann hafði
gerzt starfsmaður Hagstofu íslands að
loknu prófi frá Kaupmannahafnarháskóla
árið 1924, en hún hefði verið til húsa x
Landsbankahúsinu. Hefði liann síðan ver-
ið fulltrúi í þeirri stofnun, þar til hann
tók við bankastjórastörfum við Lands-
bankann árið 1948. Tilkynnti í'æðumaður,
að ákveðið væri að afhenda bankastjóran-
um gjöf frá starfsmönnum bankans, en
vegna forfalla væri ekki hægt að alhenda
hana á jólavökunni, eins og ætlað hefði
verið. Síðan árnaði hann bankastjóranum
heilla í hinu nýja starfi.
Gunnar Viðar tók því næst til máls,
þakkaði hann heiður, sem sér og konu
sinni væri sýndur, Jxakkaði starfsmönnum
bankans sýnda vinsemd og væntanlega
gjöf og árnaði þeim heilla.
Undiispil undir borðum annaðist Krist-
ín Ólafsdóttir, starfstúlka í endurskoðun-
ardeild bankans. Karl Guðmundsson leik-
ari flutti snjallan leikþátt, er var vel fagn-
að af veizlugestum.
Að loknu borðhaldi voru borð rudd og
dans stigin fram eftir nóttu.
Húsakynni félagsins voru fagurlega
skreytt og sérstaka athygli vakti helgimynd
er Helgi Guðmundsson, starfsmaður í end-
urskoðunardeild bankans hafði teiknað.
Nokkuð á annað hundrað manns sátu
jólavöku þessa, þeirra á meðal Jón G.
Maríasson bankastjóri og Svanbjörn Fri-
mannsson aðalbókari. Var það mál allra
viðstaddra, að jólavaka þessi hefði tekizt
afburðavel og væri Félagi starfsmanna
Landsbanka íslands til hins mesta sóma.
GLEÐILEG JÓL! j
( Farsœlt nýtt ár! j
( VERZLUNIN HAMBORG j
j ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ j
( GLEÐILEG JÓL! /
j Farscelt nýtt ár! /
j MATARDEILDIN, HAFNARSTRÆTI )
j ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ j
j GLEÐILEG JÓL! j
j Farscelt nýtt ár! j
/ MATARBÚÐIN, LAUGAVEG 42 (
BANKABLAÐIÐ 45