Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 18

Bankablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 18
raun og veru keraur þessi breyting ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Launa- málið hefur enn borið á dagskrá síðustu vikurnar og verið rætt af sambandsstjórn- inni. Hin nýju launalög er nú hafa verið lögð fram á alþingi og afgreidd verða fyrir næstu áramót, verða væntanlega grundvöll- ur fyrir viðræður við stjórnendur bankanna á næstu tveim vikum. Þessi mál verða rædd síðar hér á fundinum og mun prófessor Ólafur Björnsson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæjar, flytja erindi um þau. Væntanlega kemur þá til athug- unar, sem mjög var rætt á síðasta aðal- fundi okkar, samræming launa í öllum bönkunum, en sem kunnugt er voru marg- ir vankantar taldir á þessu máli þá. Nú hafa sjónarmið nokkuð breytzt og má búast við að meiri samhugur sé nú um, að sömu laun fyrir sömu störf verði í öllum bönk- um. í viðtölum við stjórnendur bankanna mun og hafa komið í ljós vilji til sam- ræmingar á launakjörum bankastarfs- manna og fullar upplýsingar um þau fá- ist og unnið verði að samræmingu launa. Fyrir hinni nýkjörnu sambandstjórn mun því liggja ærið verkefni, og væntanlega fær sambandið nú tækifæri til að hafa áhrif á þessi mál í samstarfi við starfs- mannafélög bankanna. Fræðslumálin hafa nokkuð verið rædd í Sambandinu og snemma árs 1954 var þrigja manna nefnd, tilnefnd af starfsmannafélögum bankanna, falin forusta í málinu. Nefndina skipuðu þeir: Adolf Björnsson, Útvegsbankanum. formaður, Höskuldur Ólafsson, Lands- bankanum og Garðar Þórhallsson, Búnað- arbankanum. Nefndin hefur ýmsar tillög- ur á prjónunum og mun leggja fram álit hér á fundinum og verða þau væntanlega rædd og afgreidd þannig, að skipulögð fræðslustarfsemi bankamanna á vegum sambandsins geti hafist í vetur. Tuttugu ára afmæli sambandsins var minnzt sem kunnugt er í Þjóðleikhúskjallaranum 29. janúar s. 1. Þá fór hin árlega Bridge keppni fram og urðu sigurvegarar þeir Gunn- laugur Kristjánsson og Þorsteinn Þorsteins- son Landsbankanum. Þá tók sambandið þátt í samstarfi norrænna bankamanna og m. a. eiga sæti af okkar hálfu tveir menn í stjórn Norræna bankamannasambands- ins, þeir Einvarður Hallvarðson og Adólí Björnsson. Þakkaði liann meðstjórnar- mönnum sínum ánægjulega samvinnu og óskaði sambandinu heilla. Því næst flutti gjaldkeri sambandsins, Einvarður Hall- varðsson, skýrslu uni fjárhag þess, er var með ágæturn og ritstjóri Bankablaðsins, Bjarni G. Magnússon flutti skýrslu um rekstur og útgáfu blaðsins. Adólf Björnsson, formaður fræðslunefnd- ar flutti því næst framsöguerindi um fyrir- hugað fræðslustarf á vegum sambandsins. Flutti hann í nafni fræðslunelndar tillögu í 6 liðum er fjallaði um það. Sam- kvæmt tillögu frá Tryggva Péturssyni, var skipuð nefnd í málið og skyldi hún hafa lokið störfum fyrir næsta fund. Tillagan um nefnd var samþykkt og voru kosnir í nefndina: Jóhannes Nordal, Landsbankan- um, Tryggvi Pétursson, Búnaðarbankan- um, og Sigurður Guttormsson, LJtvegs- bankanum. Þá flutti Einvarður Hallvarðs- son erindi um Norræna bankamannasam- bandið og skýrði frá tilgangi þess og starfs- háttum. Nokkrar umræður urðu um bæði þessi mál. Annars vegar um fræðslumálin, er talin voru til vansæmdar fyrir samtök- in og hins vegar um norræna samvinnu bankamanna og voru fulltrúar á eitt sátt- ir um að efla þá starfsemi og auka og skapa betri aðstöðu í félags og hagsmuna- málum okkar en verið hefur. 24 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.