Bankablaðið - 01.12.1955, Side 18
raun og veru keraur þessi breyting ekki
til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Launa-
málið hefur enn borið á dagskrá síðustu
vikurnar og verið rætt af sambandsstjórn-
inni. Hin nýju launalög er nú hafa verið
lögð fram á alþingi og afgreidd verða fyrir
næstu áramót, verða væntanlega grundvöll-
ur fyrir viðræður við stjórnendur bankanna
á næstu tveim vikum. Þessi mál verða rædd
síðar hér á fundinum og mun prófessor
Ólafur Björnsson, formaður Bandalags
starfsmanna ríkis og bæjar, flytja erindi
um þau. Væntanlega kemur þá til athug-
unar, sem mjög var rætt á síðasta aðal-
fundi okkar, samræming launa í öllum
bönkunum, en sem kunnugt er voru marg-
ir vankantar taldir á þessu máli þá. Nú hafa
sjónarmið nokkuð breytzt og má búast
við að meiri samhugur sé nú um, að sömu
laun fyrir sömu störf verði í öllum bönk-
um. í viðtölum við stjórnendur bankanna
mun og hafa komið í ljós vilji til sam-
ræmingar á launakjörum bankastarfs-
manna og fullar upplýsingar um þau fá-
ist og unnið verði að samræmingu launa.
Fyrir hinni nýkjörnu sambandstjórn mun
því liggja ærið verkefni, og væntanlega
fær sambandið nú tækifæri til að hafa
áhrif á þessi mál í samstarfi við starfs-
mannafélög bankanna. Fræðslumálin hafa
nokkuð verið rædd í Sambandinu og
snemma árs 1954 var þrigja manna nefnd,
tilnefnd af starfsmannafélögum bankanna,
falin forusta í málinu. Nefndina skipuðu
þeir: Adolf Björnsson, Útvegsbankanum.
formaður, Höskuldur Ólafsson, Lands-
bankanum og Garðar Þórhallsson, Búnað-
arbankanum. Nefndin hefur ýmsar tillög-
ur á prjónunum og mun leggja fram álit
hér á fundinum og verða þau væntanlega
rædd og afgreidd þannig, að skipulögð
fræðslustarfsemi bankamanna á vegum
sambandsins geti hafist í vetur. Tuttugu
ára afmæli sambandsins var minnzt sem
kunnugt er í Þjóðleikhúskjallaranum 29.
janúar s. 1. Þá fór hin árlega Bridge keppni
fram og urðu sigurvegarar þeir Gunn-
laugur Kristjánsson og Þorsteinn Þorsteins-
son Landsbankanum. Þá tók sambandið
þátt í samstarfi norrænna bankamanna og
m. a. eiga sæti af okkar hálfu tveir menn
í stjórn Norræna bankamannasambands-
ins, þeir Einvarður Hallvarðson og Adólí
Björnsson. Þakkaði liann meðstjórnar-
mönnum sínum ánægjulega samvinnu og
óskaði sambandinu heilla. Því næst flutti
gjaldkeri sambandsins, Einvarður Hall-
varðsson, skýrslu uni fjárhag þess, er var
með ágæturn og ritstjóri Bankablaðsins,
Bjarni G. Magnússon flutti skýrslu um
rekstur og útgáfu blaðsins.
Adólf Björnsson, formaður fræðslunefnd-
ar flutti því næst framsöguerindi um fyrir-
hugað fræðslustarf á vegum sambandsins.
Flutti hann í nafni fræðslunelndar tillögu
í 6 liðum er fjallaði um það. Sam-
kvæmt tillögu frá Tryggva Péturssyni, var
skipuð nefnd í málið og skyldi hún hafa
lokið störfum fyrir næsta fund. Tillagan
um nefnd var samþykkt og voru kosnir í
nefndina: Jóhannes Nordal, Landsbankan-
um, Tryggvi Pétursson, Búnaðarbankan-
um, og Sigurður Guttormsson, LJtvegs-
bankanum. Þá flutti Einvarður Hallvarðs-
son erindi um Norræna bankamannasam-
bandið og skýrði frá tilgangi þess og starfs-
háttum. Nokkrar umræður urðu um bæði
þessi mál. Annars vegar um fræðslumálin,
er talin voru til vansæmdar fyrir samtök-
in og hins vegar um norræna samvinnu
bankamanna og voru fulltrúar á eitt sátt-
ir um að efla þá starfsemi og auka og
skapa betri aðstöðu í félags og hagsmuna-
málum okkar en verið hefur.
24 BANKABLAÐIÐ