Bankablaðið - 01.12.1955, Page 20

Bankablaðið - 01.12.1955, Page 20
yfirmenn bankastofnunar sitji hóf banka- manna. Það er lofsverð viðurkenning á samtökunum er bankastjórn Landsbank- ans sýndi og er vert að veita því verð- skuldaða athygli og viðurkenningu. Vil- hjálmur Þór, bankastjóri, bauð fulltrúa velkomna og óskaði fulltrúafundinum vel- farnaðar í starfi og samtökunum góðs gengis. Hjálmar Bjarnason, þakkaði rausn- arlegar veitingar og fór sérstökum viður- kenningarorðum um bankastjórn Lands- bankans, bæði fyrir höl'ðinglegt boð og sýndan heiður, með því að sitja hér allir þetta hóf og með því að gefa sér tíma til að dveljast nokkra stund með kosnum full- trúum á aðalfund fulltrúaráðs banka- manna. Að loknu borðhaldi var dvalist góða stund í hliðarsölum við samræður og kaffidrykkju síðar var haldið í fundarsal starfsmanna Landsbankans til fundarhalda. FUNDIR. Eins og fyrr segir, þá fór fyrri fundur- inn að mestu í flutning á skýrslum stjórn- arinnar, eða sérstakra mála. Síðari fund- urinn hófst á því að Ólafur Björnsson, prófessor, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, flutti erindi um launakjör opinberra starfsmanna og ræddi þá sérstak- lega hið nýja frumvarp til launalaga er nú hefir verið lagt lyrir Alþingi og unnið var af þar til kjörinni nefnd. Kom pró- fessor Ólafur víða við og gerði grein fyrir sjónarmiðum nefndarinnar er vann að undirbúningi málsins. Kvað hann m. a. launamálin tvíþætt — þ. e. hvernig ákveða bæri laun opinberra starfsmanna í hlut- falli við aðrar launastéttir og ltins vegar um skiptingu starfa í launaflokka. Hvað snertir fyrra atriðið hafði nefndin hlið- sjón af launum á liinum almenna vinnu- markaði, eftir því sem aðstæður leyfðu um samanburð. Taldi ræðumaður að frum- varpið væri án vafa til mikillar bóta og grunnkaupshækkanir væru nokkrar, en þó ekki eins miklar og hefðu komið í hlut ann- arra launastétta. En þar kæmi aftur á móti hlunnindi og atvinnuöryggi hjá opinber- um starfsmönnum. Þá flutti prólessor Ólaf- ur kveðjur og árnaðaróskir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Adolf Bjiirns- son, þakkaði ágætt lramsöguerindi og bað hann að flytja bandalaginu kveðjur og árn- aðaróskir, með ósk um áframhaldandi gott samstarf í framtíðinni. Að loknu framsöguerindi urðu miklar umræður um launamál. Voru ræðumenn á eitt sáttir um, að reglur um launakjör bankastarfs- manna væru teknar til endurskoðunar og samræmingar í hinum einstöku bönkum. Talið var tímabært að sambandið tæki að sér íorustuhlutverk í Jressum málum í samstarfi við hin einstöku starfsmanna- félög. Eðlilegt var talið að launamálin væru fyrst rædd innan l'élaganna sjálfra og var að loknunt umræðum svofeld til- laga samjrykkt: „Að fengnu samjrykki starfsmanna bankanna, felur aðalfundur fulltrúa- ráði S.Í.B. stjórn sinni að leita samn- inga við stjórnir bankanna um nýja launareglugerð og að leggja niðustöðu sanminga fyrir aukafulltrúafund sam- bandsins.“ Þá var tekið fvrir álit fræðslunefndar. Jóhannes Nordal hafði framsögu og lagði fram eftirfarandi tillögur: Aðalfundur S.Í.B. ályktar: 1. að skora á bankana að koma á sam- vinnu við stjórn S.Í.B. sem fyrst á fót skóla fyrir bankamenn, sem starfi t. d. Jtrjá mánuði. 2. Að unnið skuli að Jrví, að nám í 26 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.