Bankablaðið - 01.12.1955, Side 36

Bankablaðið - 01.12.1955, Side 36
 Laugardaginn 19. nóvember s. 1. hélt starfsfólk Útvegsbankans kveðjuhóf í há- tíðasal Útvegsbankans til heiðurs og í þakk- arskuld við Helga Guðmundsson banka- stjóra, Guðmund Ólafs bankafulltrúa og Halldór Halldórsson bankafulltrúa. Auk þeirra voru heiðursgestir konur þeirra allra. Auk starfsfólksins tóku bankastjórarnir þátt í kveðjuhófinu og utan Reykjavíkur sóttu hófið útibússtjórarnir á Akureyri og Siglufirði, Svavar Guðmundsson og Hafliði Helgason. Útibússtjórarnir í Vestmanna- eyjum og ísafirði höfðu einnig ráðgert að mæta, en annar komst eigi vegna veikinda en hinn tafðist á leiðinni vegna veðurs. Þátttakendur í kveðjuhófinu voru um eitt hundrað. Hófst það kl. 2 e. h. með því að þriggja manna hljómsveit undir stjórn Carls Billich lék nokkur lög meðan geng- ið var til borða. í hljómsveitinni voru auk Billich, sem lék á píanó, Felzman, er lék á fiðlu og Moráveck, er lék á celló. Lék hljómsveitin meðan hófið stóð yfir, undir borðum og milli ræðuhalda, sígild lög og íslenzk ættjarðarlög. Formaður Starfsmannafélags Útvegs- bankans, setti hófið og stjórnaði því. Hann bauð heiðursgesti og aðra veizlugesti vel- komna og hófst síðan borðhald, margrétt- að kalt borð. Herra bankastjóri Valtýr Blöndal flutti þvi næst ræðu, kveðju og þakkarorð til heiðursgestanna. Rifjaði liann upp fyrri störf Helga Guðmundssonar í Landsbanka íslands og fór lofsamlegum orðum um dugnað hans og kraft, er einkenndu öll hans störf, samfara einbeittri ákefð að koma áhugamálum sínum áfram. Hann minntist þess að í Útvegsbankanum liafi samstarl' þeirra farið vaxandi og batnandi þau 17 ár, er leiðir þeirra lágu saman, enda við sameiginleg vandamál að glíma og ráða fram úr. Þá lét bankastjórinn í Ijós marg- vísleg og makleg viðurkenningarorð í garð Halldórs Halldórssonar fyrir mikla og raungóða þekkingu á bankastörfum og hæfni og vilja til þess að miðla öðrum af reynslu og þekkingu 36 ára starfsævi í bankastarfi. Ennfremur fór bankastjórinn þakkar og viðurkenningarorðum um störf Guðmundar Ólafs i þágu Útvegsbankans og óskaði þess að gott samstarf mætti tak- ast milli Útvegsbankans og Iðnaðarbank- ans, þegar Guðmundur væri tekinn við bankastjórn þar. Einar E. Kvaran aðalbókari mælti fyrir minni Halldórs Halldórssonar. Rifjaði hann upp fyrstu kvnni þeirra í íslands- banka fyrir 36 árum. Frá þeirri stundu hafa þeir báðir verið starfsmenn í sömu stofnun. Kom það oft fram í ræðu Kvarans hversu góðir vinir þeir Halldór hafa alltaf verið og hve miklar mætur hann hefir haft á honum. Minntist hann skólagöngu Halldórs, starfshæfni og margháttaðra starfa, sem Halldór hefir leyst af höndum fyrir bankann, ekki einungis í Reykjavík og öllum útibúum bankans heldur og hefir liann verið forstjóri fyrirtækja, er bank- inn hefir um stundarsakir orðið að taka í 42 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.