Bankablaðið - 01.12.1955, Qupperneq 33
fremstur í sinni röð. Auk hinna venjulegu
tryggingarstarfa, hefur sjóðurinn aðstoðað
fjölda starfsmanna við húskaup og hús-
byggingar.
Forusta í þessu mikilvæga og merka
velferðarmáli starfsfólksins hefir fyrst og
fremst verið í höndum Helga Guðmunds-
sonar.
Það má með nokkrum sanni segja að
eftirlaunasjóðurinn hafi verið óskabarn
Helga Guðmundssonar. Hann hefir held-
ur ekki vanrækt uppeldi þess.
Fyrir það er starfsfólk Útvegsbankans í
miklu og ómetanlegu þakklæti við Helga
Guðmundsson. Ekki einungis hinir eldri
starfsmenn bankans heldur og engu síð-
ur hinir yngri. Baráttan fyrir bættri fjöl-
skyldutryggingu og betri eftirlaunum er
fegursti minnisvarðinn er Helgi Guð-
mundson hefir reist sér í hugum okkar
allra.
Starfstími Helga Guðmundssonar í
Útvegsbanka íslands er á enda. Hann hef-
ir kosið að draga sig í hlé frá störfum á
þessum tímamótum ævi sinnar þegar hann
er orðinn hálf sjötugur. Njóti hann heill
unaðsstunda ófarna æviára.
Með söknuði og trega kveðjum við yður
í dag Helgi Guðmundsson bankastjóri.
Við þökkurn af alhug og innilega sam-
veruárin í Útvegsbankanum. Við þökk-
um allt, sem þér hafið gert fyrir hvern
einstakling í þessari stofnun og starfs-
mannaíélagið í heild.
Sem lítinn þakklætisvott alls þessa hefir
starfsfólk Útvegsbankans í Reykjavík,
Akureyri, ísafirði, Seyðisfirði, Siglufirði
og Vestmannaeyjum fengið á sínum tíma
herra listamann Einar heitinn Jónsson til
þess að gera af yður brjóstlíkan, sem á
þessari stundu verður afhjúpaður yður til
heiðurs og virðingar.
Úfveásbanki íslands h.f.
Eftirtaldir starfsmenn Útvegsbankans
hafa unnið í bankanum frá stofnun lians,
en dagsetning og ártal fyrir aftan nöfn
þeirra segir til um, hvenær þeir hófu starf í
íslandsbanka:
1. Þórarinn B. Nielsen 1/7. 1914
2. Kristján Jónsson 1/11. 1916
3. Brynjólfur Jóhannesson 1917
(en var frá starfi í 3 ár)
4. Einar E. Kvaran 1/2. 1928
5. Theódór Blöndal 1/4. 1918
6. Halldór Þ. J. Halldórsson 15/2. 1919
7. Jóhann Árnason 14/3. 1919
8. Elías Halldórsson 12/5. 1919
9. Axel Böðvarsson 1/12. 1919
10. Helgi Eiríksson 16/12. 1919
11. Baldur Sveinsson 10/1. 1921
12. Henrik Thorarensen 1/8. 1923
13. Sigurður Guttormsson 1/11. 1923
14. Jón Björnsson 1/11. 1924
15. Ingibergur Kristmundsson 1 /1. 1928
16. Erna Eggerz 1/10. 1928
17. Guðjón Halldórsson 15/9. 1929
18. Erlingur Hjaltested 1/11. 1929
Skömmu eftir stofnun bankans, hófu
starf í bankanum:
Baldur Ólafsson, Vestmannaeyjum og
Guðmundur Ólafs.
Megi það um aldur og ævi minna á
drengskap yðar, hollustu og góðan hug,
sem þér hafið ávallt alið í brjósti til starfs-
fólksins og þessarar stofnunar, sem þér haf-
ið helgað starfskrafta yðar í nærri aldar-
fjórðung.
Ég vil að svo mæltu biðja, Kristínu,
dóttur Helga Guðmundssonar að afhjúpa
myndina af föður sínum.
BANKABLAÐIÐ 39