Bankablaðið - 01.12.1955, Síða 32

Bankablaðið - 01.12.1955, Síða 32
mönnum bankans hefir Helgi Guðmunds- son verið hollur ráðgjafi og leiðbeinandi. Hvert mál hefir hann leitast við að kryfja til mergjar en jafnframt verið skjótur í ákvörðunum. Starfsfólk Útvegsbankans hefir átt hauk í horni meðan Helgi Guðmundsson hefir skipað bankastjórasess í þessum banka. Hann hefir verið starfsfólkinu einlæg- ur og ágætasti húsbóndi enda ástæll af öll- um æðri og lægri. Hann hefir verið vinur fólksins og velgjörðarmaður þess. Oft hef- ir hann greitt götu starfsfólksins á ýmsa vegu og leyst úr margvíslegum vandamál- um þess. Starfsmannafélag Útvegsbankans hefir Helgi Guðmundsson stutt mjög myndar- lega og ætíð mætt óskum þess með velvilja, skilningi og fyrirgreiðslu. Það var skilningur Helga Guðmunds- sonar á tilverurétti félags okkar, að Starfs- mannafélag Útvegsbankans fékk á sínum tíma afhentan fagran og stóran samkomu- sal til fundahalda og skemmtana löngu áður en aðrir bankamenn hlutu samastað fyrir félagsstarfsemi sína. Og fyrir þann samkomusal og aðbúnað að félagsstarf- seminni liér var unnt að stofna eitt fyrsta félagsmötuneyti, sem nú eru mörg orðin. Helgi Guðmundsson hefir veitt starfs- fólki bankans • ótal ánægjustundir í hin- um árlegu bankatúrum. Hann var upp- hafsmaður að því að bankastjórar og starfsfólk færu áriega í sameiginlega skemmtiför. Síðan hefir hann verið þátt- takandi og forustumaður á hverju ári í bankatúrunum. Hefir hann ávallt veitt af rausn og verið hrókur alls fagnaðar. Það er enginn vafi á jrví að slík sameigin- leg mót yfirboðara og undirmanna auka kynni og efla gagnkvæman skilning. Margir eiga ljúfar endurminningar frá Kristin Helgadóttir afhjúpar brjóstlikan af föður sinum. hinum vinsælu bankatúrum, en hjá flest- um hygg ég að þar komi Helgi Guðmunds- son alltaf fram í hugann. Það tæki of langan tíma að telja hér upp öll þau mál er Helgi Guðmundsson hefir liaft afskipti af fyrir félag okkar og félagsmenn, sem orðið hafa til velfarnað- ar og bættra kjara, svo sem afskipti af launamálum, kaupi á sumarhúsi, vinnu- fatnaði. En eitt máf gleymist aldrei. Það gnæf- ir yfir öll önnur. Á ég hér við hlutdeild Helga Guðmundssonar í stofnun og efl- ingu Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegs- bankans. Þau átök, sem í því máli hafa verið gerð á undanförnum 20 árum eru framar glæstu vonum og hafa elft sjóð- inn, svo að hann mun hlutfallslega einna 38 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.