Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 3

Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 3
33. drg. 1.—4. tölublað 1967. Gengisfelling Eins og flestum lesendum Bankablaðsins er kunnugt hafa miklir erfiðleikar steðjað að í efnahagsmálum þjóðarinnar síðustu mán- uði. Alþingi fjallaði þegar um málin og lagði ríkisstjórnni fyrir þingið lagabálk mikinn. Þar var m. a. ákveðið að hætta að reikna vísitöluuppbót á laun, farmiðaskattur, stór- hækkaður eignarskatmr á fasteignum. Þá hafði verið ákveðið að hætta niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum. Ráðstafanir þessar mættu ákveðinni andspyrnu launþegasamtak- anna. Mótmæli dreif að úr öllum áttum. Umræðum og afgreiðslu málsins á Alþingi var frestað um 10 daga, að ósk launþegasam- takanna, ef verða mætti til að finna aðra lausn en þá sem frumvarpið gerði ráð fyrir, launþegar gætu fallizt á og ríkisstjórnin sætzt á. Aður en til þess kæmi, þá færði Wilson hinn brezki ríkisstjórninni á gull- diski gengisbreytingu í Bretlandi. Verkaði hún óhjákvæmilega mjög hér á landi, þar eð við seljum um það bil einn þriðja af útflutn- ingsframleiðslunni til þeirra landa er felldu gengið. Wilson veri lofaður, því nú var áður boð- aður boðskapur úr sér genginn og kastað fyrir borð, að gömlum og góðum sið. Nú var aðeins spurningin, hve hátt skyldi ís- lenzka krónan metin gagnvart erlendum gjaldeyri. Laugardaginn 25. nóvember kom svo til- kynning frá Seðlabanka Islands um gengis- breytinguna: BANKABLAÐIÐ 1

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.