Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 53

Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 53
Guð verið látinn víkja fyrir Lenin. „Það er haugalygi,” sagði hún. „Við eignum Lenin enga guðlega eiginleika, en ég veit sjálf, að hann var vitur maður og góður maður. Hon- um sveið sárt niðurlæging þjóðar sinnar, og hann lagði allt líf sitt að veði, til að leysa af henni þrældómsokið. Hann reyndi alltaf að komast hjá aftökum og þarflausum mann- vígum og freistaði þess alltaf að sannfæra andstæðinginn, heldur en afmá hann. En bylting í svona stóru ríki verður ekki fram- kvæmd sársaukalaust, ekki sízt þegar mestu herveldi heims reyna að bregða fyrir hana fæti. Fyrir byltingu var hér hungur, hvers- kyns eymd og fáfræði, en nú hafa allir nóg að bíta og brenna og mennmn er almenn og góð. Lenin var foringi okkar í byltingunni og hélt fyrstur um stjórnvölinn eftir hana. Hann var auðvitað ekki annað en mennskur maður, eins og við, en hann vildi okkur vel og hafði bæði vit og djörfung til að fram- kvæma það, sem okkur var fyrir bezm. Þess- vegna heiðrum við minningu hans meira en minningu nokkurs annars manns og hvetjum börnin okkar til að taka hann sér til fyrir- myndar." — Hefur ekki einmitt þetta sama átt sér stað um allar jarðir, hvaðan sem við höfum haft sögur af? Þjóðir hafa heiðrað minningu mesm og göfugustu manna sinna og hvatt börn sín til að taka þá sér til fyrir- myndar, og illa væri sú þjóð komin, sem hefði gleymt eða varpað fyrir borð minningu sinna ágæmstu feðra. Það er okkar gæfa, að við heiðrum enn minningu manna eins og Jóns Sigurðssonar og Jóns Arasonar. Bak við grafhýsi Lenins er ógnarlöng, grasigróin fjöldagröf, þar sem hvíla þeir, sem féllu í bardögunum um Kreml í bylting- unni; nöfn ýmissa hetja eru letruð á steina og Kremlarvegginn (Rauða torgið er utan- vert við Kremlarmúrana), og bak við sjálft grafhýsið eru heiðursgrafir fáeinna af fremstu mönnum Sovétríkjanna. Meðal þeirra er gröf Stalins. Á henni er steinn með nafni hans og fæðingar- og dánardægri, en ekki brjóstmynd, svo sem er á hinum gröfunum. Aðspurðir svöruðu Rússar, að myndin væri ekki full- gerð ennþá, en væntanleg. Þegar ég nálgaðist gröfina, vék sér kona til hliðar út úr röðinni og lagði rauðan nellikuvönd á leiði Stalins. Eftir margskyns dægrastyttingar og ævin- týri í Moskvu héldum við Björn ásamt hópi útlendinga til sveitaþorps, sem Abramtsevo „Allt vald í hendur ráðunum". nefnist og er um 65 km í norðaustur frá Moskvu. Þar var fyrrum landsemr auð- manna, sem kunnir voru að dáleikum við listamenn, og dvöldust þar á sínum tíma frægir rithöfundar, svo sem Gogol, og málar- ar ágætir, svo sem Vasnétsof og margir aðr- ir, sem lesendur Bankablaðsins munu að lík- indum hvorki vita haus né sporð á. Þar er nú safn í gamla íbúðarhúsinu, en umhverfis BANKABLAÐIÐ 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.