Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 54

Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 54
allmargt húsa, dreift um skógarrjóður ýmis, og er þetta sumar- og vetrardvalarstaður fyr- ir Moskvubúa í leyfi. Líklega mun gesta- fjöldi vera um hálft annað hundrað hverju sinni. Tvö síðastliðin sumur hefur verið rek- inn þarna sumarskóli fyrir útlendinga, sem eru að læra rússnesku, og því var ferð okk- ar gerð á þennan stað. Af útlendingunum voru Frakkar fjölmennastir þarna og Banda- ríkjamenn næstir, en annars voru menn af um það bil tíu þjóðernum. Góð vinátta tókst fljótt með mönnum, bæði útlendingum og Hér léku sér forðum börn i Abramtsevo. Sovétmönnum, sem þarna voru til hvíldar, og fóru sögur af að svo vel hafi farið á með ein- staka persónum, að augu og jafnvel kinnar og allt niður á háls hafi vöknað á skilnaðar- stundinni. Auk kennslu var þarna margt til skemmt- unar, ágætir listamenn frá Moskvu léku leik- þætti, sýndu ótrúlegustu leikfimi, sungu og knúðu hljóðfæri, stigu þjóðdansa og færðu upp hin og þessi sjónarspil. Dansað var undir beru lofti á hverju kvöldi, og heimafólk sýndi vinum sínum erlendum skóginn í kring, jafnt í dimmu sem björtu. Farnar voru gönguferðir um nágrenni þorpsins, meðal annars til ungherjabúða, þar sem börn frá 8—15 ára voru í sumardvöl og lifðu skáta- lífi. Þá var farin um 10 km ökuferð til merkr- ar borgar, sem Zagorsk nefnist og er kær í minningu Sovétmanna. Þar hefur verið klausmr frá því á 14. öld og er enn. Þar eru kirkjur fagrar, prestaskóli, munkar og prest- ar um 80 að tölu, þar er jarðsettur líkami Borisar Godúnoffs og þar hvíla í silfurkistu skrautlegri innan kirkjuveggja bein heilags Sergíusar Radonéskí, sem var einn ágætastur dýrlinga með Rússum og er stanzlaus helgi- athöfn með söngvum og bænum við helgan dóm hans allan liðlangan daginn. Umhverfis klausturbyggingarnar er rammefldur virkis- garður, og innan þeirra veggja vörðust Rúss- ar margsinnis, allt að 30.000 saman, innrás- um Tartara og Pólverja og urðu aldrei unnir. Borg þessi er Sovétmönnum því sögu- legur helgistaður, ekki síður en kirkjulegur. Þegar ég kom til Zagorsk, stóð yfir árleg hátíð heilags Sergíusar, og var þetta þriðji dagur þeirrar hátíðar. Var ég viðstaddur messu í um það bil eina klukkustund, en hámessa í rétttrúnaðarkirkjunni tekur oft hálfa þriðju klukkustund, og engin sæti eru í kirkjunni. Messan var hin dýrlegasta og söngur hrífandi, dapurlegur og hátíðlegur í senn. Ég gizkaði á, að 500—600 manns hefðu hlýtt messu í þetta sinn, og voru sumir langt að komnir. Einn gestanna, sem við átt- um tal við, sagðist hafa komið 500 km leið til að sækja hátíð þessa. Mikill meirihluti kirkjugesta var gamlar konur, en þó var slæð- ingur yngra fólks með. Ollum Sovétborgur- um er frjálst að iðka þau trúarbrögð, sem þeir vilja, en kirkjurækið fólk fær ekki að ganga í kommúnistaflokkinn. Sú saga er sögð, að eitt sinn hafi patríarki Sovétríkjanna átt tal við ráðherra nokkurn 52 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.