Bankablaðið - 01.12.1967, Side 54

Bankablaðið - 01.12.1967, Side 54
allmargt húsa, dreift um skógarrjóður ýmis, og er þetta sumar- og vetrardvalarstaður fyr- ir Moskvubúa í leyfi. Líklega mun gesta- fjöldi vera um hálft annað hundrað hverju sinni. Tvö síðastliðin sumur hefur verið rek- inn þarna sumarskóli fyrir útlendinga, sem eru að læra rússnesku, og því var ferð okk- ar gerð á þennan stað. Af útlendingunum voru Frakkar fjölmennastir þarna og Banda- ríkjamenn næstir, en annars voru menn af um það bil tíu þjóðernum. Góð vinátta tókst fljótt með mönnum, bæði útlendingum og Hér léku sér forðum börn i Abramtsevo. Sovétmönnum, sem þarna voru til hvíldar, og fóru sögur af að svo vel hafi farið á með ein- staka persónum, að augu og jafnvel kinnar og allt niður á háls hafi vöknað á skilnaðar- stundinni. Auk kennslu var þarna margt til skemmt- unar, ágætir listamenn frá Moskvu léku leik- þætti, sýndu ótrúlegustu leikfimi, sungu og knúðu hljóðfæri, stigu þjóðdansa og færðu upp hin og þessi sjónarspil. Dansað var undir beru lofti á hverju kvöldi, og heimafólk sýndi vinum sínum erlendum skóginn í kring, jafnt í dimmu sem björtu. Farnar voru gönguferðir um nágrenni þorpsins, meðal annars til ungherjabúða, þar sem börn frá 8—15 ára voru í sumardvöl og lifðu skáta- lífi. Þá var farin um 10 km ökuferð til merkr- ar borgar, sem Zagorsk nefnist og er kær í minningu Sovétmanna. Þar hefur verið klausmr frá því á 14. öld og er enn. Þar eru kirkjur fagrar, prestaskóli, munkar og prest- ar um 80 að tölu, þar er jarðsettur líkami Borisar Godúnoffs og þar hvíla í silfurkistu skrautlegri innan kirkjuveggja bein heilags Sergíusar Radonéskí, sem var einn ágætastur dýrlinga með Rússum og er stanzlaus helgi- athöfn með söngvum og bænum við helgan dóm hans allan liðlangan daginn. Umhverfis klausturbyggingarnar er rammefldur virkis- garður, og innan þeirra veggja vörðust Rúss- ar margsinnis, allt að 30.000 saman, innrás- um Tartara og Pólverja og urðu aldrei unnir. Borg þessi er Sovétmönnum því sögu- legur helgistaður, ekki síður en kirkjulegur. Þegar ég kom til Zagorsk, stóð yfir árleg hátíð heilags Sergíusar, og var þetta þriðji dagur þeirrar hátíðar. Var ég viðstaddur messu í um það bil eina klukkustund, en hámessa í rétttrúnaðarkirkjunni tekur oft hálfa þriðju klukkustund, og engin sæti eru í kirkjunni. Messan var hin dýrlegasta og söngur hrífandi, dapurlegur og hátíðlegur í senn. Ég gizkaði á, að 500—600 manns hefðu hlýtt messu í þetta sinn, og voru sumir langt að komnir. Einn gestanna, sem við átt- um tal við, sagðist hafa komið 500 km leið til að sækja hátíð þessa. Mikill meirihluti kirkjugesta var gamlar konur, en þó var slæð- ingur yngra fólks með. Ollum Sovétborgur- um er frjálst að iðka þau trúarbrögð, sem þeir vilja, en kirkjurækið fólk fær ekki að ganga í kommúnistaflokkinn. Sú saga er sögð, að eitt sinn hafi patríarki Sovétríkjanna átt tal við ráðherra nokkurn 52 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.