Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 4

Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 4
„Bankastjórn Seðlabankans hefur, að höfðu samráði við bankaráð, að fengnu sam- þykki ríkisstjórnarinnar, ákveðið nýtt stofn- gengi íslenzkrar krónu gagnvart bandarísk- um dollar og tekur það gildi frá kl. 16 í dag 24. nóvember 1967. Akvörðun þessi hefir verið staðfest af stjórn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Hið nýja stofngengi er 57,00 íslenzkar krónur hver bandarískur dollar, en það er 24,6% lækkun frá því gengi sem í gildi hef- ur verið. Jafnframt hefur verið ákveðið að kaupgengi dollars skuli vera 56,93 og sölu- gengi 57,07, en kaup- og sölugengi annarra mynta í samræmi við það. Vegna gengis- lækkunar sterlingspunds breytist gengi krón- unnar gagnvart því mun minna, eða um 12% og er hið nýja miðgengi sterlingspunds 136,80. Ráðgert er að Seðlabankinn birti fyrir opnun bankanna, mánudaginn 27. nóv- ember n.k. nýja gengisskráningu fyrir allar myntir er skráðar hafa verið hér á landi að undanförnu, en þangað til helzt sú stöðvun gjaldeyrisviðskipta er ákveðin var af Seðla- bankanum 19- nóv. s.l." Greinargerð fylgdi ofanritaðri tilkynningu, sem rúmsins vegna er ekki birt og ekki ástæða til, þar eð hún birtist í öllum blöðum um leið og tilkynningin um gengisbreyting- una. Gengisfelling er alltaf mjög alvarlegt spor til hins verra. I flestum tilfellum kemur verst niður á launþegum í hækkuðu vöru- verði og þjónustu. Til góða þeim er flytja út og framleiða útflutningsverðmæti. Boð- aðar hafa verið hliðarráðstafanir, sem vænt- anlega eiga að létta undir með þeim, sem harðast verða úti vegna þessara breytinga. Þá hefir ríkisstjórnin haldið fast við að af- nema bæri vísitölugreiðslur á laun, nema í desembermánuði skyldi vísitölugreiðsla koma á kaup, tæplega 4%. Að svo stöddu verður þessi „guðsgjöf Wilsons" ekki rædd að ráði. Eitt er víst að búið var að gefa fyrirheit um að gengisfell- ing væri ekki leið til lausnar að steðjandi vandamálum. Mörgum kom á óvart, að krón- an skyldi felld gagnvart erlendum gjaldeyri svo mikið, sem raun varð á. Tíminn mun leiða í ljós, hve geigvænleg áhrif þessar ráð- stafanir hafa á kjör launþega í landinu. Það er talað um, að nú skuli vera á valdi atvinnu- rekenda og launþega og samningsatriði, hvort vísitala verði greidd á laun, eða kaup hækki í næstu framtíð. Urskurður meirihluta kjara- dóms gefur launþegum nokkra vísbendingu, þá sérstaklega opinberum starfsmönnum, hver þeirra hlumr á að verða. Obreytt laun í næsm tvö ár var úrskurður hins vísa dóms! Ihugunarefni er hvernig þeir lægst launuðu eiga að lifa, miðað við dagvinnuna eina saman, þegar vöruverð og þjónusta hef- ir hækkað um 30% a. m. k. Margir hafa talað um gullkálf að undan- förnu. Eitt er víst að vanda hefir nú borið að höndum og sennilegt er að dansinn í kringum gullkálfinn verður ekki neinn hring- dans, sem áður. Allir launþegar munu sammála um að standa beri vel á verði um framvindu kjara- mála á næsm mánuðum. 2 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.