Bankablaðið - 01.12.1967, Side 4

Bankablaðið - 01.12.1967, Side 4
„Bankastjórn Seðlabankans hefur, að höfðu samráði við bankaráð, að fengnu sam- þykki ríkisstjórnarinnar, ákveðið nýtt stofn- gengi íslenzkrar krónu gagnvart bandarísk- um dollar og tekur það gildi frá kl. 16 í dag 24. nóvember 1967. Akvörðun þessi hefir verið staðfest af stjórn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Hið nýja stofngengi er 57,00 íslenzkar krónur hver bandarískur dollar, en það er 24,6% lækkun frá því gengi sem í gildi hef- ur verið. Jafnframt hefur verið ákveðið að kaupgengi dollars skuli vera 56,93 og sölu- gengi 57,07, en kaup- og sölugengi annarra mynta í samræmi við það. Vegna gengis- lækkunar sterlingspunds breytist gengi krón- unnar gagnvart því mun minna, eða um 12% og er hið nýja miðgengi sterlingspunds 136,80. Ráðgert er að Seðlabankinn birti fyrir opnun bankanna, mánudaginn 27. nóv- ember n.k. nýja gengisskráningu fyrir allar myntir er skráðar hafa verið hér á landi að undanförnu, en þangað til helzt sú stöðvun gjaldeyrisviðskipta er ákveðin var af Seðla- bankanum 19- nóv. s.l." Greinargerð fylgdi ofanritaðri tilkynningu, sem rúmsins vegna er ekki birt og ekki ástæða til, þar eð hún birtist í öllum blöðum um leið og tilkynningin um gengisbreyting- una. Gengisfelling er alltaf mjög alvarlegt spor til hins verra. I flestum tilfellum kemur verst niður á launþegum í hækkuðu vöru- verði og þjónustu. Til góða þeim er flytja út og framleiða útflutningsverðmæti. Boð- aðar hafa verið hliðarráðstafanir, sem vænt- anlega eiga að létta undir með þeim, sem harðast verða úti vegna þessara breytinga. Þá hefir ríkisstjórnin haldið fast við að af- nema bæri vísitölugreiðslur á laun, nema í desembermánuði skyldi vísitölugreiðsla koma á kaup, tæplega 4%. Að svo stöddu verður þessi „guðsgjöf Wilsons" ekki rædd að ráði. Eitt er víst að búið var að gefa fyrirheit um að gengisfell- ing væri ekki leið til lausnar að steðjandi vandamálum. Mörgum kom á óvart, að krón- an skyldi felld gagnvart erlendum gjaldeyri svo mikið, sem raun varð á. Tíminn mun leiða í ljós, hve geigvænleg áhrif þessar ráð- stafanir hafa á kjör launþega í landinu. Það er talað um, að nú skuli vera á valdi atvinnu- rekenda og launþega og samningsatriði, hvort vísitala verði greidd á laun, eða kaup hækki í næstu framtíð. Urskurður meirihluta kjara- dóms gefur launþegum nokkra vísbendingu, þá sérstaklega opinberum starfsmönnum, hver þeirra hlumr á að verða. Obreytt laun í næsm tvö ár var úrskurður hins vísa dóms! Ihugunarefni er hvernig þeir lægst launuðu eiga að lifa, miðað við dagvinnuna eina saman, þegar vöruverð og þjónusta hef- ir hækkað um 30% a. m. k. Margir hafa talað um gullkálf að undan- förnu. Eitt er víst að vanda hefir nú borið að höndum og sennilegt er að dansinn í kringum gullkálfinn verður ekki neinn hring- dans, sem áður. Allir launþegar munu sammála um að standa beri vel á verði um framvindu kjara- mála á næsm mánuðum. 2 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.