Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 49

Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 49
FIMMTUGUR: Bjarni G. Magnússon Hinn 26. okt. s.l. átti Bjarni Gunnar Magnússon deildarstjóri í Landsbanka Islands fimmtugsafmæli. Hann er Vestmannaeyingur í foreldraætt- ir og ólst þar upp. Nam í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja. Fór eftir það til framhalds- náms í Samvinnuskólann í Reykjavík, lauk þaðan brottfararprófi með góðum vitnis- burði 1938. Erfitt var þá fyrir unga námssveina að afla sér atvinnu, á þrengingartímum kreppuár- anna. Bjarni lét erfiðleikana ekki brjóta sig á bak. Hann hóf að námi loknu starf, um- boðsstarf fyrir Brunabótafélag Islands í Vestmannaeyjum. Aflaði sér trausts og virð- ingar fyrir lipurð og vel unnin störf. Þau rækti hann af alúð og samvizkusemi. Arið 1943 fluttist Bjarni G Magnússon til Reykjavíkur og réðist í þjónustu Landsbanka íslands. Fyrstu árin og lengst framan af starf- aði Bjarni í endurskoðunardeild bankans. Deildarstjóri í hlaupareikningsdeild Lands- banka Islands hefir hann verið frá 1960, og starfar þar. Ég veit að viðskiptamenn Lands- bankans kunna vel að meta störf og fyrir- greiðslu Bjarna Magnússonar í hinu vanda- sam starfi, er hann hefir með höndum í þágu bankans. Bjarni G. Magnússon er félagshyggjumað- ur, góðviljaður, velhugsandi og fyrirgreið- andi í vandamálum. I aldarfjórðung höfum við átt samstarf að félagsmálum bankamanna. Oðrum marghátt- uðum félagsstörfum hans hefi ég ekki kynnzt. Ég má þó vita að allsstaðar hefir hann komið fram á þann hátt, er ég hef þekkt hann bezt. Traustgefandi og góður vinur. Bjarni G. Magnússon hefir lengi átt sæti í stjórn Félags starfsmanna Landsbanka Is- lands. A þeim tíma verið formaður félagsins í fjögur ár. I stjórn Sambands íslenzkra bankamanna hefur hann átt sæti mörg kjör- tímabil, allt frá 1949, og verið formaður samtakanna um tveggja ára skeið. Eitt ber þó af um afburðastörf og fórnfýsi Bjarna G. Magnússonar í þágu samtaka bankamanna. Hann hefir verið ritstjóri Bankablaðsins í tuttugu ár og ávallt haldið lífi í blaðaútgáfu okkar bankamanna, með liprum penna, lifandi starfi og áhuga án endurgjalds. Þetta muna bankamenn afmælisbarninu í dag. Adolf Björnsson. GLEÐILEG JÓL! Farsœlt nýtt ár! BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS BANKABLAÐIÐ 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.