Bankablaðið - 01.12.1967, Page 49

Bankablaðið - 01.12.1967, Page 49
FIMMTUGUR: Bjarni G. Magnússon Hinn 26. okt. s.l. átti Bjarni Gunnar Magnússon deildarstjóri í Landsbanka Islands fimmtugsafmæli. Hann er Vestmannaeyingur í foreldraætt- ir og ólst þar upp. Nam í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja. Fór eftir það til framhalds- náms í Samvinnuskólann í Reykjavík, lauk þaðan brottfararprófi með góðum vitnis- burði 1938. Erfitt var þá fyrir unga námssveina að afla sér atvinnu, á þrengingartímum kreppuár- anna. Bjarni lét erfiðleikana ekki brjóta sig á bak. Hann hóf að námi loknu starf, um- boðsstarf fyrir Brunabótafélag Islands í Vestmannaeyjum. Aflaði sér trausts og virð- ingar fyrir lipurð og vel unnin störf. Þau rækti hann af alúð og samvizkusemi. Arið 1943 fluttist Bjarni G Magnússon til Reykjavíkur og réðist í þjónustu Landsbanka íslands. Fyrstu árin og lengst framan af starf- aði Bjarni í endurskoðunardeild bankans. Deildarstjóri í hlaupareikningsdeild Lands- banka Islands hefir hann verið frá 1960, og starfar þar. Ég veit að viðskiptamenn Lands- bankans kunna vel að meta störf og fyrir- greiðslu Bjarna Magnússonar í hinu vanda- sam starfi, er hann hefir með höndum í þágu bankans. Bjarni G. Magnússon er félagshyggjumað- ur, góðviljaður, velhugsandi og fyrirgreið- andi í vandamálum. I aldarfjórðung höfum við átt samstarf að félagsmálum bankamanna. Oðrum marghátt- uðum félagsstörfum hans hefi ég ekki kynnzt. Ég má þó vita að allsstaðar hefir hann komið fram á þann hátt, er ég hef þekkt hann bezt. Traustgefandi og góður vinur. Bjarni G. Magnússon hefir lengi átt sæti í stjórn Félags starfsmanna Landsbanka Is- lands. A þeim tíma verið formaður félagsins í fjögur ár. I stjórn Sambands íslenzkra bankamanna hefur hann átt sæti mörg kjör- tímabil, allt frá 1949, og verið formaður samtakanna um tveggja ára skeið. Eitt ber þó af um afburðastörf og fórnfýsi Bjarna G. Magnússonar í þágu samtaka bankamanna. Hann hefir verið ritstjóri Bankablaðsins í tuttugu ár og ávallt haldið lífi í blaðaútgáfu okkar bankamanna, með liprum penna, lifandi starfi og áhuga án endurgjalds. Þetta muna bankamenn afmælisbarninu í dag. Adolf Björnsson. GLEÐILEG JÓL! Farsœlt nýtt ár! BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS BANKABLAÐIÐ 47

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.