Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 7

Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 7
BJARNI TÓMASSON: STÓRBRUNI Hvernig myndi þér, lesandi góður, verða við ef svo færi einn morgun, er þú mættir til vinnu þinnar, að vinnustaður þinn væri ein rjúkandi rúst? Ohugsandi, segir þú. Svo vel er nú búið að flest allri bankastarfsemi hvað húsnæði snertir, hér í Reykjavík að minnsta kosti, að enda þótt eldur yrði laus í því virðist ólíklegt, að um algjöran bruna gæti orðið að ræða. Eitthvað á þessa lund hugsaði ég, þegar ég var vakinn snemma morguns þann eftir- minnilega dag, 10. marz s.l., og mér sagt að hús séra Bjarna við Lækjargötu væri brunnið og líklega væri Iðnaðarbankahúsið að fara sömu leið. Reyndin varð þó sú, eins og flestum er nú kunnugt, að mest allt brann þar, sem brunnið gat ofan kjallara og jarðhæðar, og mátti litlu muna að afgreiðslusalur á jarðhæð brynni ekki líka. Það var því heldur ömurleg aðkoman hjá því af starfsfólki bankans, sem kom til vinnu sinnar á venjulegum tíma þennan morgun og vissi ekkert um hvað gerzt hafði, fyrr en það kom á staðinn. Eldurinn logaði ennþá glatt á efsm hæðun- um, slökkvistarf var unnið af fullum krafti og vatnið rann í stríðum straumum niður veggi og stigagang og út um aðaldyrnar. Fólkinu var ekki leyfð innganga í húsið og það hímdi úti á götunni þennan vetr- armorgun, flestir algjörlega orðvana í fyrsm. En brátt tóku spurningarnar að vakna og gerast áleitnar í hugum þess. Hvað tekur nú við? Gemr bankinn hafið starfsemi að nýju, eða stend ég nú uppi atvinnulaus? Fyrir tæpri viku síðan hafði starfsfólkið haldið árshátíð sína og allir verið samtaka um að skemmta sér sem bezt, átti þetta svo að verða endirinn? Þannig leið fram á morg- uninn, án þess að nokkuð væri hægt að haf- ast að, annað en bíða. Hægt en sígandi tókst slökkviliðinu að ráða niðurlögum eldsins og þá kom að því að björgunarstarf gæti hafizt og svar fengist við spurningunni, sem flesmm var efst í huga, spurningunni um það hvort starfsemi bank- ans gæti yfirleitt hafizt að nýju. Það valt að sjálfsögðu fyrst og fremst á því, hvernig hinar eldföstu verðmætageymslur hefðu stað- ið af sér brunann og hvort yfirleitt nokkuð væri óbrunnið í þeim. Ein eftir aðra voru geymslurnar opnaðar og vonin óx með hverri hurð, sem laukst upp. Sumir eldfösm skáparnir voru að vísu ónýtir og erfitt að opna þá í fyrsm, en brátt varð ljóst, að lítið sem ekkert hafði brunnið af verðmæmm, sem ekki mátti bæta upp aftur, að fullu. Nú var biðinni lokið, hafizt var handa um að dæla vatninu úr kjallara hússins, bjarga bókhaldsvélum úr ^fgreiðslusal og koma þeim til yfirlits o. s. frv. Bankinn hafði nokkrum mánuðum áður opnað útibú í Grensási og var nú flutt þang- BANKABLAÐIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.