Bankablaðið - 01.12.1967, Side 7

Bankablaðið - 01.12.1967, Side 7
BJARNI TÓMASSON: STÓRBRUNI Hvernig myndi þér, lesandi góður, verða við ef svo færi einn morgun, er þú mættir til vinnu þinnar, að vinnustaður þinn væri ein rjúkandi rúst? Ohugsandi, segir þú. Svo vel er nú búið að flest allri bankastarfsemi hvað húsnæði snertir, hér í Reykjavík að minnsta kosti, að enda þótt eldur yrði laus í því virðist ólíklegt, að um algjöran bruna gæti orðið að ræða. Eitthvað á þessa lund hugsaði ég, þegar ég var vakinn snemma morguns þann eftir- minnilega dag, 10. marz s.l., og mér sagt að hús séra Bjarna við Lækjargötu væri brunnið og líklega væri Iðnaðarbankahúsið að fara sömu leið. Reyndin varð þó sú, eins og flestum er nú kunnugt, að mest allt brann þar, sem brunnið gat ofan kjallara og jarðhæðar, og mátti litlu muna að afgreiðslusalur á jarðhæð brynni ekki líka. Það var því heldur ömurleg aðkoman hjá því af starfsfólki bankans, sem kom til vinnu sinnar á venjulegum tíma þennan morgun og vissi ekkert um hvað gerzt hafði, fyrr en það kom á staðinn. Eldurinn logaði ennþá glatt á efsm hæðun- um, slökkvistarf var unnið af fullum krafti og vatnið rann í stríðum straumum niður veggi og stigagang og út um aðaldyrnar. Fólkinu var ekki leyfð innganga í húsið og það hímdi úti á götunni þennan vetr- armorgun, flestir algjörlega orðvana í fyrsm. En brátt tóku spurningarnar að vakna og gerast áleitnar í hugum þess. Hvað tekur nú við? Gemr bankinn hafið starfsemi að nýju, eða stend ég nú uppi atvinnulaus? Fyrir tæpri viku síðan hafði starfsfólkið haldið árshátíð sína og allir verið samtaka um að skemmta sér sem bezt, átti þetta svo að verða endirinn? Þannig leið fram á morg- uninn, án þess að nokkuð væri hægt að haf- ast að, annað en bíða. Hægt en sígandi tókst slökkviliðinu að ráða niðurlögum eldsins og þá kom að því að björgunarstarf gæti hafizt og svar fengist við spurningunni, sem flesmm var efst í huga, spurningunni um það hvort starfsemi bank- ans gæti yfirleitt hafizt að nýju. Það valt að sjálfsögðu fyrst og fremst á því, hvernig hinar eldföstu verðmætageymslur hefðu stað- ið af sér brunann og hvort yfirleitt nokkuð væri óbrunnið í þeim. Ein eftir aðra voru geymslurnar opnaðar og vonin óx með hverri hurð, sem laukst upp. Sumir eldfösm skáparnir voru að vísu ónýtir og erfitt að opna þá í fyrsm, en brátt varð ljóst, að lítið sem ekkert hafði brunnið af verðmæmm, sem ekki mátti bæta upp aftur, að fullu. Nú var biðinni lokið, hafizt var handa um að dæla vatninu úr kjallara hússins, bjarga bókhaldsvélum úr ^fgreiðslusal og koma þeim til yfirlits o. s. frv. Bankinn hafði nokkrum mánuðum áður opnað útibú í Grensási og var nú flutt þang- BANKABLAÐIÐ 5

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.