Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 23

Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 23
bankakerfið getur lánað hverju sinni. í þessu efni er beitt hér á landi sams konar tækjum og annars staðar, svo sem vaxtapólitík, breyti- legum reglum um endurkaup, innlánsbind- ingu o. s. frv. í því skyni að hafa áhrif á heildarútlán viðskiptabankanna. Þegar frá eru talin afurðalán Seðlabankans og samn- ingar um þátttöku bankakerfisins í fram- kvæmdaáætlunum, hefur hvorki Seðlabank- inn né ríkisvaldið nein bein áhrif á það, hvernig útlán viðskiptabankanna skiptast. Þetta þýðir svo aftur á móti, að skipting útlána hlýmr að vera eitt mikilvægasta hlut- verk, sem viðskiptabankarnir gegna í stjórn efnahagsmála. Með útlánastarfsemi sinni hafa þeir mikil áhrif á vöxt og viðgang einstakra fyrirtækja og þar með á þróunarstefnu fram- leiðslumálanna í landinu. Sé varpað fram þeirri spurningu, hvort viðskiptabankarnir gegni á viðhlítandi hátt þjóðfélagslegu hlut- verki sínu, hlýtur það mjög að velta á því, hvernig maður límr á skipulagningu og framkvæmd útlána þeirra. Þótt ég viti, að bankastjórnirnar leggi sig mjög fram um að leysa þetta erfiða hlutverk sem bezt af hendi, tel ég litla von til, að þeir geti gert það nægi- lega vel, nema með róttækri endurskipulagn- ingu vinnubragða. Ég held, að ástæðurnar fyrir þeim veikleikum, sem fyrir hendi eru á þessu sviði, liggi fyrst og fremst í því, að ákvarðanir um útlán eru ekki nægilega und- irbúnar bankalega, þar sem þær eru teknar af bankastjórnunum að mesm án smðnings sérhæfðra deilda og aðstoðarmanna, sem geti lagt málin fyrir á skipulegan hátt. Af þessu leiðir svo, að ákvarðanir eru teknar að veru- legu leyti eftir ófullkomnum upplýsingum, er viðskiptamennirnir gefa og margvísleg pressa og ágengni hefur miklu meiri áhrif á úrslit mála en eðlilegt er. Fjölgun bankanna hefur skapað ný vanda- mál í þessu efni, þar sem fjöldi manna hefur vanizt á að eiga viðskipti við fleiri en einn banka. Þótt víð þessu sé í sjálfu sér ekkert að segja, og það sé jafnvel einn af kostunum við fjölgun bankanna, að dregið hefur úr þeirri einokunarhætm, sem ella væri fyrir hendi, er augljóst, að í því er fólgin hætta fyrir einstaka banka að hafa fyrirtæki í við- skiptum, án þess að fyrir liggi upplýsingar um viðskipti þeirra við aðra banka. Er nauð- synlegt að bankarnir finni leiðir til þess að skiptast á gagnkvæmum upplýsingum í þessu efni, án þess að það þurfi að draga úr eðli- legri samkeppni þeirra á milli. Reynsla und- anfarinna ára hefur glögglega sannað, að skormr samræmingar í útlánastefnu bank- anna að þessu leyti gemr leitt til þess, að ein- stakir menn og fyrirtæki geti náð til sín meira lánsfé en eðlilegt er, og valdi þannig bæði óréttlæti og jafnvel töpum fyrir bankana. Annað vandamál er, að bankarnir hafa litl- ar upplýsingar og fylgjast lítið með rekstri og fjárfestingu þeirra fyrirtækja, sem eru í við- skiptum við þá. Bankarnir vita því oft ekki, hvort það fé sem þeir lána, er notað á þann hátt, sem um hafði verið samið. Og lán, sem veitt eru til að standa undir rekstri, eru þráfaldlega notuð til fjárfestingar, sem svo aftur leiðir til rekstrarfjárskorts hjá fyrir- tækjum, jafnframt því sem fé, sem bankarn- ir ætluðu að lána til skamms tíma festist hjá fyrirtækjunum. Með þessu á ég ekki við það, að bankarnir eigi ekki að lána í fjár- festingu, heldur eingöngu, að þeir þurfi að fylgjast með því, til hverra hluta lánsféð er notað. Þá lægi það alltaf skýrt fyrir, hvaða lán eru til langs tíma og hver til skamms, en það er ekki aðeins mikilvægt fyrir fyrirtækin, heldur einnig bankana, sem að öðrum kosti geta ekki metið, hver raunveruleg lausafjár- staða þeirra er. Það yrði annars alltof langt mál fyrir mig að fara að ræða í einstökum atriðum, hvern- BANKABLAÐIÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.