Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 17

Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 17
ÞÓRUNN BJÖRGÚLFSDÓTTIR: Námskeið í Bergendal 1967 Það var glaðleitur hópur, sem kom saman á Centralen (aðaljárnbrautarstöðinni) í Stokkhólmi sunnudaginn 15. október kl. 18.00 til að taka þátt í bankanámskeiði, sem stofnað var til af Svenska Bankmannaför- bundet vikuna 15.—21. október 1967. Mætt- ir voru 48 Svíar, 2 Danir, 2 Norðmenn, 1 finnskur fulltrúi og ég undirrituð frá Islandi. Einnig var þar forsvarsmaður mótsins, Hild- ing Sjöberg, og hans hægri hönd, Sven Gösta Liljekvist. Var okkur pakkað upp í bíla og ekið sem leið lá norður úr Stokkhólmi til Bergendal, sem er 15 km norðan borgarinn- ar. Tók ferðin furðu langan tíma, en eftir því sem ég minntist frá fyrri veru minni á þessum slóðum var slíkur spölur ekinn á all skömmum tíma. En nú er öldin önnur, kom- inn hægri handar akstur og hámarkshraði 40 km innan borgarinnar, en 70 km fyrir utan. Til skólans komumst við samt sem áður og var byrjað á að koma hverjum í sitt herbergi, en allt var mjög vel undirbúið í því efni. Síðan var veitt te og brauð og eftir það hófst inntakan á námskeiðið, sem var all kyndug, minnti helzt á inngöngu í stúku af einhverju tæi, en eftir því skemmtileg. Var hver og einn kallaður fram og kynntur, hengt á hann nafnspjald með stóru og litríku letri og síðan klappað með klappmerki vikunnar. Vakti allt þetta mikla kátínu, og var fólk svo fram eftir kvöldi að kynnast og þá meðal annars stiginn dans, en töluvert var sú íþrótt iðkuð á kvöldin þessa viku, því fólkið var ungt og kátt, og kom öllum vel saman svo sem vera ber meðal skólafélaga. Alvaran byrjaði svo strax í býtið næsta morgun. Mætt í morgunmat kl. 8.30 og í fyrsta fyrirlestur kl. 9. Námskeiðið byrjaði alla daga kl. 9 og stóð oftast fram yfir kvöld- mat að undanteknu hádegis- og kvöldverðar- hléi. Ekki tel ég ástæðu til að geta sérstaklega um hvert einstakt efni, sem fram kom. Fjall- aði námskeiðið í heild um starfsemi banka- fólks, fræðslumöguleika þess innan bank- anna, rétt þess og skyldur. Við gestirnir frá hinum Norðurlöndunum vorum strax mánu- dagskvöldið látnir gera grein fyrir fyrirkomu- lagi og uppbyggingu kerfa okkar banka- mannasambanda, hver frá sínu landi. A eftir flutti formaður Svenska Bankmannaför- bundet (SBfm.) P. B. Bergström tölu og rakti samvinnu bankamanna Norðurland- anna og alþjóðasamvinnu bankafólks yfir- leitt. Okkur meðlimunum var skipt niður. Fyrst í tvo hópa, a og b, og síðan í smærri flokka eftir störfum og þörfum. Fékk svo hver hópur verkefni til úrlausnar, oft hver sitt, en stundum sama verkefnið. Ekki komu alltaf sömu úrlausnir svo sem geta má nærri enda sjónarmiðin misjöfn. Til gamans má geta eins slíks verkefnis: Einn daginn var b flokki skipt í þrjá hópa og samningar settir á svið milli bankastarfsfólks annars vegar og bankastjóra og fulltrúa bankanna hins vegar. Þriðji hópurinn, sem í voru fimm manns, var svo sáttanefnd, ef til þyrfti að taka. í honum hafnaði ég. Byrjuðu fulltrúar starfsfólks með að bera fram kröfur um kjarabætur eins og vera ber, og fengu bankastjórar þær til athug- BANKABLAÐIÐ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.