Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 24

Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 24
ig bankarnir ættu að haga starfstilhögun sinni í þessu efni og hvernig meta skuli rekst- ur og fjárfestingu fyrirtækja. Það sem ég vildi leggja áherzlu á hér, er að þessum málum verður ekki komið í viðunandi horf, fyrr en undirbúningur útlánaákvarðana verður fal- inn sérstökum deildum innan bankanna, er fylgjast með rekstri og fjárfestingu viðskipta- manna bankanna, og geri tillögur til banka- stjórnanna um afgreiðslu mála. Slíkar útlána- deildir eru nú í rauninni aðeins starfandi að því er varðar sjávarafurðalán Lands- bankans og Utvegsbankans, og er óhætt að fullyrða, að þær deildir hafi gefið mjög góða raun. Eg held að segja megi, að yfir 90% af lánum þessara tveggja banka til sjávarútvegs séu algerlega undirbúin og ákveðin af þessum deildum. Bankastjórarnir þurfa aðeins að leggja hina almennu stefnu, fylgjast með framkvæmdinni og taka ákvarð- anir um erfiðustu málin. Sama fyrirkomulag er tvímælalaust mögulegt á öðrum sviðum og reyndar lífsnauðsyn, ef bankastjórnir við- skiptabankanna eiga ekki að kafna í lánaaf- greiðslum, þannig að þeir geti á engan hátt sinnt hinni almennu stjórn bankanna. Að mínum dómi eru umbætur í þessum efnum mikilvægar frá fleiri en einu sjónar- miði. í fyrsta lagi mundi skipulegri vinna að útlánamálum á grundvelli fullkominna upp- lýsinga og fastari reglna um útlánastarfsem- ina, verða til þess, að bankarnir gegndu miklu betur en nú hinu efnahagslega hlut- verki sínu á þessu sviði. I öðru lagi mundu sérhæfðar útlánadeildir létta mjög mikilli vinnu af bankastjórnun- um, bæði í viðtölum og afgreiðslum, svo að gæm beint sér betur að því verkefni að skipu- leggja og stjórna heildarstarfsemi bankanna. Síðast vil ég svo nefna hin hagstæðu áhrif, sem þetta mundi hafa á stöðu og áhrif banka- manna sjálfra. í gegnum sérhæfðar útlána- deildir mundi framkvæmd á sviði útlána að miklu leyti verða í höndum bankamanna, sem væru sérþjálfaðir til þessa starfs og ætm þátt í því að móta fastar og heilbrigðar regl- ur, sem farið yrði eftir. Þetta mundi svo afmr þýða, að pólitísk áhrif á bankana mundu minnka, þar sem útlánastarfsemin færi í öll- um meginatriðum eftir almennum bankaleg- um reglum, sem hlytu að verða miklu fast- mótaðri en nú getur átt sér stað. I gegnum útlánadeildirnar mundu bankastarfsmenn einnig fá miklu meiri þjálfun í meðferð þess- ara mála en þeir hafa nú kost á, en það mundi aftur ótvírætt bæta framamöguleika þeirra og verða til þess að fleiri þeirra yrðu skip- aðir í æðsm stöður í bönkunum. Eg er orðinn langorður um skipulag út- lánamála bankanna vegna þess, að ég tel það vera gott dæmi um þau verkefni, sem fram- undan eru í íslenzkum bankamálum. Banka- kerfið hefur vaxið ört upp á undanförnum árum á tímum mikillar eftirspurnar og kapp- hlaups um lánsfé. Af þessu hefur leitt annars vegar veruleg pólitísk áhrif í bönkunum, en hins vegar hefur þróunin verið svo ör, að þurft hefur að sækja fjölda manna til ábyrgð- arstarfa út fyrir raðir bankamanna. Hve fljótt þetta tvennt breytist, fer að mínum dómi mjög eftir bankamönnum sjálfum. Þeir verða að vinna ötullega að bættri þjálfun og auk- inni sérþekkingu í bankarekstri, en hins veg- ar að betri skipulagningu innan bankanna. Þannig munu þeir gera hvort tveggja í senn, auka veg og virðing stéttar sinnar, jafnframt því sem starfshættir bankakerfisins yrðu bættir svo að það gegndi betur hinu mikil- væga hlutverki sínu í efnahagsmálum. 22 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.