Bankablaðið - 01.12.1967, Side 24

Bankablaðið - 01.12.1967, Side 24
ig bankarnir ættu að haga starfstilhögun sinni í þessu efni og hvernig meta skuli rekst- ur og fjárfestingu fyrirtækja. Það sem ég vildi leggja áherzlu á hér, er að þessum málum verður ekki komið í viðunandi horf, fyrr en undirbúningur útlánaákvarðana verður fal- inn sérstökum deildum innan bankanna, er fylgjast með rekstri og fjárfestingu viðskipta- manna bankanna, og geri tillögur til banka- stjórnanna um afgreiðslu mála. Slíkar útlána- deildir eru nú í rauninni aðeins starfandi að því er varðar sjávarafurðalán Lands- bankans og Utvegsbankans, og er óhætt að fullyrða, að þær deildir hafi gefið mjög góða raun. Eg held að segja megi, að yfir 90% af lánum þessara tveggja banka til sjávarútvegs séu algerlega undirbúin og ákveðin af þessum deildum. Bankastjórarnir þurfa aðeins að leggja hina almennu stefnu, fylgjast með framkvæmdinni og taka ákvarð- anir um erfiðustu málin. Sama fyrirkomulag er tvímælalaust mögulegt á öðrum sviðum og reyndar lífsnauðsyn, ef bankastjórnir við- skiptabankanna eiga ekki að kafna í lánaaf- greiðslum, þannig að þeir geti á engan hátt sinnt hinni almennu stjórn bankanna. Að mínum dómi eru umbætur í þessum efnum mikilvægar frá fleiri en einu sjónar- miði. í fyrsta lagi mundi skipulegri vinna að útlánamálum á grundvelli fullkominna upp- lýsinga og fastari reglna um útlánastarfsem- ina, verða til þess, að bankarnir gegndu miklu betur en nú hinu efnahagslega hlut- verki sínu á þessu sviði. I öðru lagi mundu sérhæfðar útlánadeildir létta mjög mikilli vinnu af bankastjórnun- um, bæði í viðtölum og afgreiðslum, svo að gæm beint sér betur að því verkefni að skipu- leggja og stjórna heildarstarfsemi bankanna. Síðast vil ég svo nefna hin hagstæðu áhrif, sem þetta mundi hafa á stöðu og áhrif banka- manna sjálfra. í gegnum sérhæfðar útlána- deildir mundi framkvæmd á sviði útlána að miklu leyti verða í höndum bankamanna, sem væru sérþjálfaðir til þessa starfs og ætm þátt í því að móta fastar og heilbrigðar regl- ur, sem farið yrði eftir. Þetta mundi svo afmr þýða, að pólitísk áhrif á bankana mundu minnka, þar sem útlánastarfsemin færi í öll- um meginatriðum eftir almennum bankaleg- um reglum, sem hlytu að verða miklu fast- mótaðri en nú getur átt sér stað. I gegnum útlánadeildirnar mundu bankastarfsmenn einnig fá miklu meiri þjálfun í meðferð þess- ara mála en þeir hafa nú kost á, en það mundi aftur ótvírætt bæta framamöguleika þeirra og verða til þess að fleiri þeirra yrðu skip- aðir í æðsm stöður í bönkunum. Eg er orðinn langorður um skipulag út- lánamála bankanna vegna þess, að ég tel það vera gott dæmi um þau verkefni, sem fram- undan eru í íslenzkum bankamálum. Banka- kerfið hefur vaxið ört upp á undanförnum árum á tímum mikillar eftirspurnar og kapp- hlaups um lánsfé. Af þessu hefur leitt annars vegar veruleg pólitísk áhrif í bönkunum, en hins vegar hefur þróunin verið svo ör, að þurft hefur að sækja fjölda manna til ábyrgð- arstarfa út fyrir raðir bankamanna. Hve fljótt þetta tvennt breytist, fer að mínum dómi mjög eftir bankamönnum sjálfum. Þeir verða að vinna ötullega að bættri þjálfun og auk- inni sérþekkingu í bankarekstri, en hins veg- ar að betri skipulagningu innan bankanna. Þannig munu þeir gera hvort tveggja í senn, auka veg og virðing stéttar sinnar, jafnframt því sem starfshættir bankakerfisins yrðu bættir svo að það gegndi betur hinu mikil- væga hlutverki sínu í efnahagsmálum. 22 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.