Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 11

Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 11
allir sammála um það, ef stundvísi banka- manna væri alltaf jafn góð og nú, þá þyrftu bankarnir í engu að kvíða með morgun- mætingar. Morgunfluginu seinkaði nokkuð, en með þeirri vél voru væntanlegir tveir fyrirlesarar og var því ekki unnt að hefja störf fyrr en þeir væru til staðar. Það er því miður ekki rúm til að rekja erindi þau, sem flutt voru. Heldur mun nokkuð drepið á vinnu þá, sem umræðuhóparnir leystu af hendi. Það var með nokkurri eftirvæntingu hvernig til tækist með þá, þar eð að engin reynsla var með þá tilhögun í starfi okkar hér. Nokkrir okkar höfðu tekið þátt í hlið- stæðu starfi hjá félögum okkar á Norður- löndum, þar sem slíkar ráðstefnur sem þessi eru fastur liður í starfi samtakanna. Til þess að létta undir þá vinnu, sem framundan var eftirfarandi: Samband íslenzkra bankamanna: 1. Hvaða bankamenn eða samtök þeirra skulu eiga aðild að sambandinu? 2. A hvern hátt teljið þið að sambandið nái bezt tilgangi sínum? 3. Teljið þið tímabært að sambandið ráði til sín fastan starfsmann og á hvern hátt er hægt að tryggja fjárhagslegan grundvöll fyrir slíka starfsemi. Eftirlaunasjóðir: 1. Teljið þér æskilegt að stofna sameigin- legan lífeyrissjóð bankamanna? 2. Teljið þér ekki eðlilegast að allir banka- menn njóti sömu eftirlaunakjara? 3. Teljið þér að vísitölubinda beri lán lífeyrissjóðanna? 4. A hvern hátt teljið þér að ávaxta skuli fé eftirlaunasjóði til sjóðsfélaga? 5. I dag greiða starfsmenn 4% af heildar- launum til lífeyrissjóða en bankarnir 6— 8%. Eru bankamenn tilbúnir til að greiða hærra gjald til sjóðanna gegn samsvar- andi hækkun á framlagi bankanna? 6. Teljið þér að bankarnir eigi að yfirtaka eftirlaunasjóðina? Það kom í ljós strax og umræðuhóparnir tóku til starfa, að hver einn tók þátt í um ræðunum og voru allsendis ófeimnir við að láta í ljósi skoðanir sínar. Yfirleitt urðu menn sammála um niðurstöður, þótt skiptar væru meiningar um einstök atriði. Laugar- dagurinn nægði ekki til þess að gera málun- um full skil þótt setið væri framundir kvöld- mat. Sunnudagsmorguninn var og notaður til að móta álit, sem síðar voru lögð fram til umræðu. Eg held að hver einasti þátttakandi hafi, að loknu dagsverki, verið mjög ánægð- ur með að fá tækifæri til að taka þátt í um- ræðum og skiptast á skoðunum, sem þeir má- ske annars hefðu aldrei fengið tækifæri til. Eins og áður er sagt var þátttakendum skipt niður í þrjá umræðuhópa. Stjórnendur hópanna voru: Hannes Pálsson, Sigurður Orn Einarsson og Bjarni G. Magnússon. Ritarar voru þeir: Adolf Björnsson, Jón Bergmann og Olafur Ottósson. Alls voru þátttakendur 36 frá Starfsmannafélögum Búnaðarbankans, Seðlabankans, Iðnaðarbankans, Samvinnu- bankans, Utvegsbankans og Landsbankans. Að lokum eru birtar hér niðurstöður eins umræðuhópsins, en eins og fyrr segir var ekki mikill meiningarmunur með niðurstöður hópanna: 1. Allir þeir sem teljast bankamenn samkv. 2. gr. laga SIB skulu eiga aðild að sam- bandinu, annað hvort sem félagar í við- komandi banka eða einstaklingar þar sem ekki er starfsmannafélag. Sérstaklega tel- ur hópur 3 að vinna beri að inngöngu allra starfsmanna sparisjóða ,annað hvort sem heildar eða einstaklinga. Ennfremur telur hópur 3 að fróðlegt væri að athuga stofnun svæðisfélaga eins og í Noregi. Væru þeir þá aðilar að sambandinu í stað BANKABLAÐIÐ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.