Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 37

Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 37
Helgarnámskeiðin, a. m. k. í Noregi, eru haldin einhvers staðar á fjallahóteli eða ann- ars staðar þar sem þátttakendurnir geta gist um nóttina. Námskeiðin byrja þá á laugar- deginum með fyrirlestrum og æfingum í ræðumennsku til kl. 8 um kvöldið. Þá er matazt og síðan er kvöldið frjálst. A sunnu- deginum er þátttakendum skipt í grúppur og þeir látnir vinna úr ýmsum verkefnum. Síð- an safnast allir saman og ræða niðurstöður nefndanna. Kvöldnámskeiðin eru hins vegar haldin í borgunum sjálfum og eru yfirleitt 2 kvöld í viku, samtals 10 kvöld 2 tíma í senn. Mikið var deilt um það á fundinum hvort formið væri heppilegra. Svíarnir, og þá aðallega Stokkhólmsbúar, telja kvöld- námskeiðin mun vænlegri til árangurs, en Norðmönnum hefur tekizt bezt með helgar- námskeið. I Stokkhólmi hefur lítil aðsókn verið að helgarnámskeiðum en góð að kvöld- námskeiðum. Reynsla Norðmanna er alveg gagnstæð. Dagfinn Kolstö frá Noregi sagði okkur frá 30 manna námskeiði, sem haldið var hjá þeim, þar sem helmingur þátttak- endanna var konur, þar af níu giftar. Þær töldu allar að þeim hefði verið ómögulegt að fara á kvöldnámskeið, en mun auðveld- ara að fara á helgarnámskeið. Svona eru nú eiginmennirnir í Noregi skilningsgóðir! Að aflokinni ráðstefnunni var ungu fólki frá Malmö og nágrenni boðið til þess að við gæt- um kynnzt þeirra viðhorfum. Þar kom í ljós, að flestir, sem tóku til máls, töldu helgar- námskeiðin heppilegri. Kostnaðarhlið námskeiðanna. I Svíþjóð eru þátttakendurnir á námskeið- unum látnir greiða S. kr. 25,— hver í inn- ritunargjald og töldu þeir, að þessi námskeið séu svo þroskandi fyrir fólkið að það sé engin goðgá að láta það borga þátttökugjald. Fulltrúar hinna sambandanna töldu fráleitt annað en samböndin greiddu allan kostnað af námskeiðunum, enda væri þetta góð fjár- festing fyrir samböndin. Ég hef hér stiklað á stóru, til þess að gefa hugmynd af því, sem rætt var á ráðstefn- unni. Hins vegar hef ég sleppt ýmsum at- riðum, sem varla skipta máli fyrir okkur enn- þá. Ég tel tvímælalaust að námskeið í lík- um dúr og ég hef lýst hér að ofan væru gagnleg fyrir okkur líka og þá teldi ég að leggja bæri áherzlu á að kenna fundarstjórn og ræðumennsku. Ef stjórn SIB hefur áhuga á að koma á slíkum námskeiðum, er ég reiðubúinn að að- stoða við undirbúning og framkvæmd þeirra. GLEÐILEG JÓL! Farsœlt nýtt ár! KR. ÞORVALDSSON & CO. GLEÐILEG JÓL! Farsœlt nýtt ár! SÆLGÆTISGERÐIN OPAL H.F. GLEÐILEG JÓL! Farscelt nýtt ár! DRÁTTARVÉLAR H.F. GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýtt ár! HAMPIÐJAN H.F. BANKABLAÐIÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.