Bankablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 9

Bankablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 9
BJARNI G. MAGNÚSSON: HelgarráSstefna bankamanna á Akureyri í nútímaþjóðfélagi þarf margs að gæta. Það er ekki talið nægilegt að hugsa um næsta mál, Heldur að undirbúa og leggja drög að heilbrigði og betra lífi fyrir hvern og einn, sem lifir í landinu. Aukin sam- hjálp — lengri skólaganga er talin undir- staða allrar lífsbjargar. Ekki má heldur gleyma félagsmálaþróuninni og hlut félags- samtaka til bættra lífskjara. Bankamenn hafa rætt um félagsmálaráð- stefnu og fyrir nokkrum árum var undirbún- ingi svo langt komið, að til ráðstefnu hafði verið boðað á Akureyri. Vegna verkfallsöldu, sem gekk þá yfir var ráðstefnunni aflýst. Síðan hefir ekki þótt tiltækilegt að halda slíka ráðstefnu fyrr en nú í sumar. Eitt af fyrsm verkum núverandi sambandsstjórnar var að kanna, hvort grundvöllur væri fyrir helgarráðstefnu bankamanna. Ráðstefnu þar sem nokkur mál, sem varða hagsmuni okk- ar skyldu rædd og krufin til mergjar, eftir því sem tími leyfði og ástæða þætti til. Starfs- mannafélögunum var skrifað um málið og leitað eftir áliti. Undirtektir voru góðar og ákveðið var að boða til helgarráðstefnu á Akureyri dagana 15.—17. sept. s.l. Nokkur vandi var að ákveða fjölda þátttakenda og eftir hvaða reglum þeir skyldu valdir. Nið- urstaðan varð sú, að stjórnum starfsmanna- félaga var í sjálfsvald sett ,hverjir skyldu valdir, en eðlilegast var talið að á þessa fyrsm ráðstefnu væru þeir sem eru í stjórn- um félaganna eða hefðu haft bein afskipti af félagsmálum bankamanna. Þá var talið mik- ilsvert að fulltrúar væru frá sem flestum starfsmannahópum. Síðast en ekki sízt frá úti- búunum utan af landsbyggðinni, en oft hefir það borið við, að þeir væru heldur áhrifa- lausir um gang mála í okkar hópi. Akveðið var að miða fjölda þátttakenda við 35—40 manns. Starfsfólki bankanna á Akureyri var skrif- að strax er ákveðið var um ráðstefnuna og Akureyri talin heppilegur staður. Undirtekt- ir voru ágætar og hvötm þeir til, að banka- menn kæmu þar saman til helgarráðstefnu. Sambandsstjórnin skipaði í mótsstjórn norð- anmennina: Halldór Helgason, formann, Ragnar Svanbergsson, Sigurð Ringsted og Steingrím Bernharðsson. Sáu þeir um allan undirbúning, sem var mikið verk. Stóðu þeir sig með mikilli prýði og gerðu allt sem hægt var til að aðbúnaður væri sem bezmr. Fund- arstaður var ákveðinn með það fyrir aug- um, að við gæmm verið algjörlega út af fyr- ir okkur. Skíðahótelið í Hlíðarfjalli — nokkuð fyrir ofan Akureyri — var valið og lögðum við hótelið undir ráðstefnuna. Það var á föstudagskvöldi sem við sunnan- menn mætrnm á Reykjavíkurflugvelli. Veð- ur var þungbúið og mátti litlu muna með flugveður. Flugvélin var þéttsetin og farþeg- ar heldur óskemmtilegir, lítið talað og sann- arlega var það ekki fýsilegt að vera innan- borðs. Hvað um það flugferðin tókst vel, dimmviðri var enn þegar við yfirgáfum vél- ina á Akureyrarflugvelli. Akureyringarnir biðu okkar og var ekki til setunnar boðið. Setmmst við upp í hinn glæsilegasta farkost. Farið var beint á skíðahótelið, tók það um 20 mínúmr að skreiðast upp þungar brekkur, en hótelið mun vera allt að fimm hundruð BANKABLAÐIÐ 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.