Bankablaðið - 01.12.1967, Side 14

Bankablaðið - 01.12.1967, Side 14
sældir hans meðal bankamanna langt út fyr- ir raðir starfsmanna við Seðlabankann og Landsbankann. Hefur hann látið sér mjög annt um allan velfarnað bankamanna í mennmn þeirra, kjörum og félagslífi. Astæð- ur fyrir vinsældum Jóns eru ekki einungis Ijúf og hlý framkoma og glaðværð, sem hríf- ur alla, heldur fyrst og fremst drenglyndi hans, og hversu raungóður og drjúgur hann er í öllum málum. Sjóður fyrir starfsmenn, sem heitir Kynn- isfarasjóður Jóns G. Maríassonar, var ný- lega stofnsettur við Seðlabankann, og sem þakklætisvott fyrir störf í þágu bankamanna hafa þeir sæmt hann gullmerki SIB. Um ómetanlegan þátt Jóns við að móta og byggja upp starf Seðlabankans frá 1957 má skrifa langt mál. Þótt rekja megi ræmr Seðlabankans afmr til 1927, byrjar hann ekki að mótast sem sjálfstæð stofnun fyrr en 1957 og sérstaklega frá 1961, er aðskilnað- ur við Landsbankann varð alger. Þessi ár hefur Jón raunverulega verið sá maður, að öðrum ógleymdum, sem hefur einkum mótað hina innri uppbyggingu bankans og síðast en ekki sízt alið upp helzm starfsmenn hans í hinni gömlu, öruggu „bankatradisjón". Eins þáttar í lífi Jóns verður að minnast hér, en það er gestrisni hans og höfðingsskap- ur. Hann á vini og aðdáendur meðal banka- manna, ekki aðeins á Norðurlöndum heldur um allan heim. Má nefna sem dæmi, að enn í dag, 12 árum eftir hnattferð Jóns, á hann enn í bréfaskiptum við vini sína í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Sá, sem þetta skrifar, og ég veit margir við Seðlabanka og Landsbanka, sakna Jóns mjög. Það er okkur þó huggun, að hann mun um ókomin ár starfa í tengslum við Seðlabankann. Hann hefur nýlega verið end- urkjörinn fulltrúi hans í eftirlaunasjóði starfs- manna og fleiri störf mun hann án efa taka STÖÐUVEITINGAR í LANDSBANKANUM Útibússtjóri. Jóhann Agústsson var hinn 1. jan. s.l. skipaður útibússtjóri við Autsurbæjarútibú Landsbankans. Hann hafði áður gegnt því starfi frá því að Sigurbjörn Sigtryggsson var skipaður aðstoðarbankastjóri Landsbankans. Jóhann á langan starfsferil að baki í Lands- bankanum. Hann hóf störf sem unglingur í aðalbankanum. Þar hefir hann gegnt mörg- um trúnaðarstöðum, m. a. deildarstjóri í Gjaldeyrisdeild aðalbankans um árabil. Hinn nýskipaði útibússtjóri er fjölhæfur starfs- maður og hefir farið vaxandi í gegnum árin. Deildarstjórar. Eftirtaldir starfsmenn hafa verið skipaðir deildarstjórar í Austurbæjarútibúi Landsbank- ans: Sólon R. Sigurðsson Þorsteinn Þorsteinsson Sigurður Þ. Gústafsson Jón A. Kristjánsson Helgi H. Steingrímsson. að sér á vegum hans og miðla þeim, sem eftir eru, af reynslu sinni. Hitt er okkur enn mikilvægara að eiga Jón að sem vin, glaðan og reifan, brattan sem fyrr og hressan. Hann er okkur mikil fyrirmynd sem bankamaður, en ekki síður sem maður. B. T. 12 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.