Bankablaðið - 01.12.1967, Page 21

Bankablaðið - 01.12.1967, Page 21
hann ekki sízt að verða vettvangur, þar sem rædd yrðu og könnuð ýmis vandamál í rekstri banka á Islandi og byggð sérfræðileg undir- staða betri og árangursríkari bankastarfsemi. Sannleikurinn er sá, að mjög margt varðandi starfsaðferðir og skipulag bankamála hér á landi hefur aldrei verið kannað að neinu gagni, og ekki er fyrir hendi neinn sá bóka- kostur, sem bankamönnum væri nauðsynleg- ur til þess að mennta sig til hlítar í starfi sínu. Erlendar bækur koma hér að vísu að verulegu liði, en bankakerfi hvers lands hlýt- ur að mótast af sérstökum aðstæðum og fá ákveðin einkenni, sem valda því, að ekki er hægt að yfirfæra á þau umbúðalaust reynslu annarra. Við eigum nú í hópi íslenzkra bankamanna fjölda einstaklinga, sem fengið hafa mikla reynslu í bankastarfsemi og aflað sér margvíslegrar sérfræðilegrar þekkingar. Eg held að æskilegt væri að gera verulegt átak í þá átt, að koma á fyrirlestrastarfsemi og umræðuhópum, þar sem þessir menn gætu krufið til mergjar margvísleg vandamál bankastarfseminnar, og unnið þannig að því að byggja upp þekkingargrundvöll, sem mundi koma allri bankamannastéttinni og þjóðfélaginu í heild til góða. Eg virðist nú vera kominn nokkuð langt frá því efni, sem ég hafði lofað ræðu um í dag, en það hafði ég nefnt „Efnahagsmálin og bankarnir". Svo er þó ekki að öllu leyti, því að fyrir mér vakti að ræða nokkuð um hlutverk bankanna í hinni almennu stjórn efnahagsmála, en hvernig þeir gegna því hlutverki verður ætíð undir því komið, hve hæfir starfsmenn bankanna eru og hve vel starf þeirra er skipulagt. Síðustu 10—12 árin hafa verið eitt mesta vaxtarskeið í þjóðarbúskap Islendinga, og hefur það komið fram á öllum sviðum og þá ekki sízt í peningaviðskiptum. A þessu tímabili hefur bankakerfið gerbreytzt frá því, að hér voru aðeins þrír bankar, en þar af var einn Landsbankinn, sem var bæði seðlabanki og hafði auk þess tvo þriðju hluta allra við- skiptabankaútlána í landinu. Nú eru við- skiptabankarnir hins vegar orðnir sex, svo að viðskiptin skiptast á fleiri hendur, enda þótt Landsbankinn sé enn langstærstur, með yfir tvo fimmtu hluta heildarútlána. Þótt maður heyri oft á það minnzt í almennum umræðum, að með þessu hafi ofvöxtur hlaup- ið í bankakerfið og fjölgun banka og banka- útibúa sé langt umfram þarfir, býst ég við að fáir, sem í bönkunum vinna, séu því sam- mála. A síðusm árum hafa viðskipti bank- anna aukizt ótrúlega mikið og í rauninni miklu meira en tölur um heildarinnlán og heildarútlán gefa til kynna. Stafar það af því, að bankarnir hafa í vaxndi mæli tekið á sig margvíslega þjónustu til að greiða fyrir greiðsluviðskiptum milli manna, og njóta því miklu fleiri þjónustu bankakerfisins en áður var. Eg er eindregið þeirrar skoðunar, að breyt- ingar þær, sem orðið hafa á bankakerfinu á undanförnum árum hafi í meginatriðum mið- að í rétta átt, enda þótt mörg vandamál séu enn óleyst og nauðsynlegt sé að vinna öml- lega að því að bæta þjónusm bankakerfisins við þjóðfélagið. Mig langaði til að nota þetta tækifæri til þess að drepa á nokkur atriði varðandi hlutverk bankakerfisins í stjórn efnahagsmála sérstaklega, og hvernig mér virðist það vera rækt í dag. Enginn vafi er á því, að mikilvægasta breytingin á bankakerfinu síðusm árin var stofnun sjálfstæðs seðlabanka, er hófst með breytingu á lögum Landsbankans 1957, þeg- ar Seðlabankinn fékk sérstaka stjórn, en var að fullu lokið með lögum um Seðlabanka Islands, sem sett voru 1961. Þótt flestum finnist það núna jafn sjálfsagt hér á landi eins og alls staðar annars staðar, að starfndi BANKABLAÐIÐ 19

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.